Vel samin rit fá viðurkenningu

Í desember síðastliðnum var úthlutað úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar. Sjóðurinn veitir viðurkenningar fyrir rit sem lúta að sögu Íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn eða framförum og er úthlutað úr honum á tveggja ára fresti. Í þetta sinn fengu tvær bækur félagsins viðurkenningu. Í þetta sinn var 10,6 milljónum króna úthlutað úr sjóðnum. Hinir útvöldu eftir Gunnar Þór Bjarnason hlaut önnur verðlaun, og Öræfahjörðin eftir Unni Birnu Karlsdóttur hlaut þriðju verðlaun. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.