Sögukvöld 18. maí
Saga LXI – I 2023 kemur út núna í maí og að venju er blásið til Sögukvölds í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, fimmtudaginn 18. maí, kl. 20. Fram koma höfundar greina í heftinu: Rósa Magnúsdóttir ræðir um íslenska poppara í austurvegi á síðustu árum kalda stríðsins. Ása Ester Sigurðardóttir ræðir getnaðarvarnarpilluna á Íslandi 1960-1980. Unnur Birna […]
Kristín Svava tekur við Fjöruverðlaunum
Kristín Svava tók á móti Fjöruverðlaununum í 8. mars og notaði tækifærið til þess að impra á mikilvægi skjalasafna í ræðu sinni. „Gögnin sem geymd eru á skjalasöfnum eins og Borgarskjalasafninu og Þjóðskjalasafninu eru grunnurinn að sameiginlegri sögu okkar, hvort sem hún einkennist af samstöðu eða átökum, og varðveisla þeirra og aðgengi að þeim er […]
Tveir nýir heiðursfélagar
Á aðalfundi Sögufélags í febrúar var tilkynnt um tvo nýja heiðursfélaga: Helga Skúla Kjartansson og Helga Þorláksson. Helgi Skúli Kjartansson er prófessor emeritus í sagnfræði. Hann sat í stjórn Sögufélags 2011–2015 og var um árabil í ritnefnd Sögu. Hann var einnig fulltrúi Sögufélags í ritstjórn skjala landsnefndarinnar fyrri og líka fulltrúi félagsins í ritsjórn skjala […]
Hrafnkell Lárusson skrifar undir útgáfusamning við Sögufélag
Sögufélag hefur samið við Hrafnkel Lárusson um útgáfu bókar sem ber vinnuheitið „Lýðræði í mótun“ og byggir á doktorsritgerð hans frá 2021. Bókin tekur fyrir lýðræðisþróun á Íslandi á tímabilinu 1874–1915 og hvort – og þá hvaða – áhrif almenningur hafði á þá þróun. Áherslan í þeim efnum er á virkni og þátttöku almennings í […]
Kristín Loftsdóttir skrifar undir útgáfusamning við Sögufélag
Sögufélag hefur samið við Kristínu Loftsdóttur um útgáfu bókar sem ber vinnuheitið „Andlit til sýnis: Íslendingar og aðrir á Kanarísafninu“. Umfjöllunarefnið eru brjóstmyndir á safni á Kanaríeyjum, meðal annars af Íslendingum. Áherslan á brjóstmyndirnar er stökkpallur inn í umræðu um kynþáttafordóma og nýlenduhyggju, og beinir jafnframt sjónum að samtengdum heimi sem Ísland og Evrópa hafa […]
Aðalfundur Sögufélags 2023
Aðalfundur Sögufélags 2023 verður haldinn þriðjudaginn 21. febrúar kl. 18 í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8. Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar3. Kjör stjórnar og annarra trúnaðarmanna4. Önnur mál Framboð til stjórnar skulu berast skrifstofu félagsins með sjö daga fyrirvara. Forseti skal kjörinn sérstaklega til tveggja ára í senn og má endurkjósa hann […]
Nýir þættir af Blöndu
Á síðustu vikum hafa komið út tveir nýir þættir af Blöndu — hlaðvarpi Sögufélags. Í desember var rætt við Helga Þorláksson um nýútkomna bók hans Á sögustöðum. Helgi ræddi við Jón Kristinn Einarsson um söguskoðun sjálfstæðisbaráttunnar, Guðmund góða Arason, samband Íslands við Danmörku og ýmislegt fleira. Í síðustu viku kom svo út þáttur þar sem […]
Þorskastríðamyndir við Austurvöll
Borgarsögusafn opnaði nýverið sýningu á ljósmyndum úr Þorskastríðunum við Austurvöll. Sýningin er samstarfsverkefni Sögufélags og Borgarsögusafns og er haldin í tilefni útgáfu fyrsta bindis sögu landhelgismálsins, Stund milli stríða, eftir Guðna Th. Jóhannesson. Við hvetjum alla sem eiga leið um miðbæinn á næstu dögum og vikum að staldra við í Pósthússtræti og skoða þessa glæsilegu […]
Farsótt hlýtur 2. verðlaun bóksala
Þann 14. desember síðastliðinn var tilkynnt hvaða bækur bóksalar hefðu valið að verðlauna þetta árið. Gaman er að segja frá því að Farsótt eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur hafnaði í öðru sæti í flokki fræðibóka, handbóka og ævisagna. Einnig er gaman að segja frá því að tveir af álitsgjöfum Fréttablaðsins nefndu Farsótt í grein um bestu […]
Farsótt tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna
Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur hefur rækilega slegið í gegn. Á dögunum hlaut hún tilnefningu til bæði Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlauna. Í umsögn dómnefndar Íslensku bókmenntaverðlaunanna segir: „Vandað verk sem veitir innsýn í þróun heilbrigðis- og velferðarmála á Íslandi. Sagan er vel skrifuð, út frá sjónarhorni húss sem gegndi ólíkum […]