Samfélag eftir máli hlýtur Íslensku bókmenntaverðlaunin 2023

Bók Haraldar Sigurssonar, Samfélag eftir máli: Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi, sem Sögufélag gaf út nú á haustmánuðum hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns efnis.

Umsögn dómnefndar:

Ritið byggir á langri og ítarlegri rannsóknarvinnu höfundar, framsetningin er aðgengileg og textinn einkar lipur. Skipulagsfræðin eru sett í samhengi við hugmyndasögu hvers tíma, svo og atvinnu- og lýðræðisþróun, einkum á vesturlöndum, og vísanir í íslenskar og alþjóðlegar bókmenntir og listir þétta verkið og gefa því breiðari skírskotun. Höfundur segir hlutlægt frá, en er gagnrýninn á stefnur og strauma og minnir lesendur oft á að engin algild sannindi eru til í þessum fræðum. Samfélag eftir máli er afar áhugaverð bók um manngert umhverfi okkar, sem skiptir sköpum fyrir samfélagsþróunina, umhverfismál og persónulega líðan okkar allra. Hún á erindi jafnt til fagfólks og almennings, er fagurlega hönnuð og ljóst að hugað er að umhverfisþáttum við gerð hennar.

Hér er hægt að versla bókina hjá Sögufélagi