Þorgerður H. Þorvaldsdóttir
Þorgerður H. Þorvaldsdóttir (1968–2020) var sjálfstætt starfandi kynja- og sagnfræðingur hjá ReykjavíkurAkademíunni. Rannsóknir Þorgerðar beindust einkum að jafnrétti í samtímanum, bæði kynjajafnrétti og jafnrétti í víðari skilningi. Hún rannsakaði einnig ólíkar kvenímyndir, þar með taldar líkamsímyndir og fegurð. Bók hennar og Báru Baldursdóttur, Krullað og klippt. Aldarsaga háriðna á Íslandi, var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2019. […]
Ragnheiður Kristjánsdóttir
Ragnheiður Kristjánsdóttir (f. 1968) er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Meðal verka hennar er bókin Nýtt fólk. Þjóðerni og íslensk verkalýðsstjórnmál 1901–1944, sem kom út árið 2008. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum fengist við hugmynda- og stjórnmálasögu 19. og 20. aldar, nánar tiltekið sögu vinstri hreyfingarinnar, þróun lýðræðis og nú síðast kvenna- og […]
Erla Hulda Halldórsdóttir
Erla Hulda Halldórsdóttir (f. 1966) er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og lauk doktorsprófi frá sama skóla árið 2011. Rannsóknir hennar hverfast um kvenna- og kynjasögu, einkum sögu 19. og 20. aldar. Jafnframt hefur hún rannsakað sagnaritun og aðferða- og heimildafræði, ekki síst með tilliti til sendibréfa fyrri tíma og fræðilegra ævisagna. Bók hennar, […]
Landsnefndin komin á frímerki
Nýverið var tilkynnt að útgáfu nýrra íslenskra frímerkja væri hætt. Ellefu frímerki komu út þann 29. október síðastliðinn og voru það síðustu frímerkin sem munu koma út. Sú staðreynd er auðvitað sorgleg en það gleður okkur þó að greina frá því að á meðal þeirra var frímerki Landsnefndarinnar fyrri, þar sem innsiglum nefndarinnar bregður fyrir. […]
Konur sem kjósa á ferð og flugi
Höfundar Kvenna sem kjósa hafa verið til viðtals í hinum ýmsu fjölmiðlum síðustu daga. Langt og ítarlegt viðtal má finna í Hugvarpi – hlaðvarpi Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, Morgunvakt Rásar 1 fékk þær í heimsókn og í dag, þriðjudaginn 10. nóvember, taka þær þátt í Kynjaþingi á vegum Kvenréttindafélags Íslands. Konur sem kjósa má sem fyrr kaupa með ókeypis heimsendingu hér […]
Áslaug Sverrisdóttir á Hringbraut og Rás 1
Handa á mill – Heimilisiðnaðarfélag Íslands 1913–2013 eftir Áslaugu Sverrisdóttur kom út þann 29. október síðastliðinn. Gaman er að segja frá því að höfundurinn var til viðtals á Hringbraut í þættinum Saga og samfélag hjá Birni Jóni Bragasyni í síðustu viku. Þá fór Áslaug jafnframt í áhugavert viðtal í Víðsjá á Rás 1 fyrir skömmu. Sem fyrr má kaupa […]
Lokað á skrifstofu Sögufélags til 17. nóvember
Skrifstofa Sögufélags á Dyngjuvegi er áfram lokuð fram til 17. nóvember þegar ný tilmæli um sóttvarnir verða birt. Áfram er þó hægt að sækja til okkar bækur eftir samkomulagi, best er að senda okkur póst í sogufelag@sogufelag.000web.site eða hringja í 781-6400. Við bendum á netverslunina á www.sogufelag.is en þar er hægt að panta nýjustu bækurnar með […]
Forsölutilboði lýkur á miðnætti á miðvikudag
Undanfarið hafa nýjar bækur Sögufélags verið á forsölutilboði hér í vefversluninni með heimsendingu í kaupbæti. Konur sem kjósa: Aldarsaga, Handa á milli: Heimilisiðnaðarfélag Íslands í hundrað ár, Í fjarska norðursins: Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár og Landsnefndin fyrri 1770-1771 V eru allar á tilboði fram til miðnættis miðvikudaginn 4. nóvember. Að því […]
Landsnefndin fyrri – einstakt tilboð á öllu safninu
Í vefverslun Sögufélags er nú hægt að kaupa öll bindi Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771 á sérstöku pakkatilboði. Fimmta bindið kom út í síðustu viku og munu kaupendur fá send fyrstu fimm bindin strax, en sjötta bindið verður sent til kaupenda um leið og það kemur út á næsta ári. Heildarútgáfa á skjölum Landsnefndarinnar fyrri verður birt […]
Í fjarska norðursins: Ísland og Grænland – Viðhorfasaga í þúsund ár. Höfundaspjall á fésbók.
Bókin Í fjarska norðursins: Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár eftir Sumarliða R. Ísleifsson er komin út hjá Sögufélagi og verður því fagnað miðvikudaginn 4. nóvember klukkan 17:00 með höfundaspjalli í Gunnarshúsi. Í ljósi aðstæðna verður ekki hægt að hafa spjallið opið gestum heldur verður því streymt á fésbókarsíðu Sögufélags. Markús Þ. Þórhallsson, sagfræðingur […]