Landsnefndin komin á frímerki

Nýverið var tilkynnt að útgáfu nýrra íslenskra frímerkja væri hætt. Ellefu frímerki komu út þann 29. október síðastliðinn og voru það síðustu frímerkin sem munu koma út. Sú staðreynd er auðvitað sorgleg en það gleður okkur þó að greina frá því að á meðal þeirra var frímerki Landsnefndarinnar fyrri, þar sem innsiglum nefndarinnar bregður fyrir. 

Fimmta bindi landsnefndarskjalanna kom út um daginn, og það má sem fyrr panta með frírri heimsendingu í vefverslun okkar.