Þorskastríðamyndir við Austurvöll

Borgarsögusafn opnaði nýverið sýningu á ljósmyndum úr Þorskastríðunum við Austurvöll. Sýningin er samstarfsverkefni Sögufélags og Borgarsögusafns og er haldin í tilefni útgáfu fyrsta bindis sögu landhelgismálsins, Stund milli stríða, eftir Guðna Th. Jóhannesson. Við hvetjum alla sem eiga leið um miðbæinn á næstu dögum og vikum að staldra við í Pósthússtræti og skoða þessa glæsilegu […]

Farsótt hlýtur 2. verðlaun bóksala

Þann 14. desember síðastliðinn var tilkynnt hvaða bækur bóksalar hefðu valið að verðlauna þetta árið. Gaman er að segja frá því að Farsótt eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur hafnaði í öðru sæti í flokki fræðibóka, handbóka og ævisagna. Einnig er gaman að segja frá því að tveir af álitsgjöfum Fréttablaðsins nefndu Farsótt í grein um bestu […]

Farsótt tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna

Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur hefur rækilega slegið í gegn. Á dögunum hlaut hún tilnefningu til bæði Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlauna. Í umsögn dómnefndar Íslensku bókmenntaverðlaunanna segir: „Vandað verk sem veitir innsýn í þróun heilbrigðis- og velferðarmála á Íslandi. Sagan er vel skrifuð, út frá sjónarhorni húss sem gegndi ólíkum […]

Ríkisstjórn styrkir nýja Íslandssögu fyrir almenning

Í tilefni 120 ára afmælis Sögufélags lagði Lilja D. Alfreðsdóttir, ráðherra viðskipta- og menningarmála, ásamt Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tillögu fyrir ríkisstjórn um að Sögufélagi skyldi veittur styrkur til þess að hefja útgáfu á nýrri smáritaröð um Íslandssögu fyrir almenning. Ríkisstjórn samþykkti að veita styrk til útgáfu fyrsta ritsins að upphæð 3,5 milljónir króna en stefnt […]

Bláa lónið styrkir Aldarsjóð Sögufélags

Meðal þess sem kynnt var á 120 ára afmælishátíð Sögufélags þann 1. desember síðastliðinn var rausnarlegur styrkur Bláa lónsins til Aldarsjóðs – útgáfusjóðs Sögufélags. Aldarsjóður er hugmynd sem fyrst varð til í aðdraganda aldarafmælis félagsins fyrir 20 árum. Á þeim tímamótum fóru stjórnarmenn að huga að því hvernig hægt væri að skjóta fótunum undir starfsemi […]

Fjölmenni á afmælishátíð Sögufélags

Þann 1. desember síðastliðinn blés Sögufélag til afmælishátíðar til þess að fagna því að í ár eru liðin 120 ár frá stofnun félagsins árið 1902. Góð mæting var í Bryggjusal Sjóminjasafnsins. Fimm tóku til máls og fjölluðu um starf félagsins á einn hátt eða annan. Lilja D. Alfreðsdóttir, ráðherra viðskipa- og menningarmála, flutti ávarp þar […]