Tilkynningar frá Sögufélagi
Skrifstofa Sögufélags lokar 1. júlí vegna sumarleyfa en opnar aftur eftir verslunarmannahelgi þriðjudaginn 3. ágúst. Vandamál við dreifingu á vorhefti Sögu Vorhefti Sögu fór í dreifingu í fyrstu viku júní fyrir Sögukvöldið sem haldið var þann 10. júní. Samið hafði verið við nýja dreifingaraðila um heimakstur á höfuðborgarsvæðinu og því miður fylgdu því miklir byrjunarerfiðleikar. […]
Nýr þáttur af Blöndu
Blanda #12 Út er kominn nýr þáttur af Blöndu, hlaðvarpi Sögufélags. Þar ræðir Markús Þórhallsson við Kristínu Svövu Tómasdóttur, annan ritstjóra Sögu, um vorhefti Sögu 2021 og verkefnin framundan hjá Kristínu Svövu. Þátturinn er aðgengilegur á flestum hlaðvarpsveitum og á vefsíðu Sögufélags: https://sogufelag.is/blanda_hladvarp/saga-vorhefti-2021/
Baldur Þór Finnsson skrifar undir útgáfusamning við Sögufélag
Baldur Þór Finnsson skrifaði nýverið undir útgáfusamning við Sögufélag. Bókin verður gefin út á hálfrar aldar afmæli Ásatrúarfélagsins vorið 2022 í ritröðinni Smárit Sögufélags og byggir á BA-ritgerð hans í sagnfræði, Frá Guði til goða. Viðbrögð íslensks samfélags og stjórnvalda við stofnun Ásatrúarfélagsins 1972-1973. Í bókinni er fjallað um viðbrögð stjórnvalda og almennings við stofnun Ásatrúarfélagsins á sumardaginn fyrsta […]
Sögukvöld 10. júní
Saga er komin út og því ber að fagna! Þetta fyrsta hefti ársins er óvenju þykkt og í því eru fjórar ritrýndar greinar. Tveir af höfundum þeirra koma á Sögukvöld, fimmtudaginn 10. júní, kynna sínar greinar og spjalla við viðstadda: Þorsteinn Vilhjálmsson ræðir um tengsl takmarkana barneigna og mannkynbóta í íslenskri orðræðu á millistríðsárunum. Sveinn […]
Fyrsta hefti Sögu 2021 er komið út
Fyrsta hefti Sögu árið 2021 er komið út og dreifing hafin! Heftið er óvenju þykkt og í því eru fjórar ritrýndar greinar. Grein Barts Holterman byggir á ítarlegri einsögulegri rannsókn á vitnisburði sem kom fram fyrir dómi í Hamborg árið 1602 og varpar athyglisverðu ljósi á alþjóðlega viðskiptahætti á Íslandi við upphaf dönsku einokunarverslunarinnar. […]
Bókabazar Sögufélags / Aðalstræti 10
Bókabazar Sögufélags fer fram helgina 5.-6. júní í elsta húsi Reykjavíkur í Aðalstræti 10. Opið frá kl. 12 til 17 og allir velkomnir! Þetta er tilvalið tækifæri til að finna gamlar gersemar í bland við nýjar bækur. Í boði verða allir titlar úr langri útgáfusögu Sögufélags sem enn finnast á lager félagsins. Margt sem ekki […]