Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir
Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir (f. 1968) er sagnfræðingur (MA) frá Háskóla Íslands og verkefnastjóri heimildaútgáfu hjá Þjóðskjalasafni Íslands. MA-ritgerð Jóhönnu fjallaði um viðreisn garðræktar á Íslandi á seinni hluta 18. aldar og hafa rannsóknir hennar einkum beinst að því tímabili. Hún er, ásamt Hrefnu Róbertsdóttur, ritstjóri ritraðarinnar Landsnefndin fyrri 1770-1771. Bækur eftir höfund Landsnefndin fyrri / Den […]
Jón Karl Helgason
Jón Karl Helgason (f. 1965) er prófessor í íslensku við Háskóla Íslands. Hann er með doktorspróf í samanburðarbókmenntum frá Massachusetts-háskóla og hafa helstu viðfangsefni á undanförnum árum verið endurritanir íslenskra fornrita, menningarlegir þjóðardýrlingar Evrópu, íslenskar sögusagnir og einsögur byggðar á persónulegum heimildum. Bækur eftir höfund Ódáinsakur: Helgifesta þjóðardýrlinga
Jón Steffensen
Jón Steffensen (1905-1911) var prófessor í líffærafræði og lífeðlisfræði við læknadeild Háskóla Íslands 1937-1972 og var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót af HÍ árið 1971 fyrir vísindarannsóknir. Rannsóknir Jóns voru fjölbreyttar og beindust að mannfræði, sagnfræði og læknisfræði. Bækur eftir höfund Menning og meinsemdir
Jón Þ. Þór
Jón Þ. Þór (f. 1944) er í hópi afkastamestu sagnfræðinga á Íslandi og er prófessor emeritus við Háskólann á Akureyri. Hann er með doktorspróf í sagnfræði frá Gautaborgarháskóla og fjallaði doktorsritgerð hans um breska togara á Íslandsmiðum á árunum 1919-1976. Bækur eftir höfund Heimsstyrjöldin síðari
Kristín Jónsdóttir
Kristín Jónsdóttir (f. 1947) er sagnfræðingur (MA) frá Háskóla Íslands. Meistararitgerð hennar fjallaði um sérframboð kvenna í upphafi níunda áratugar síðustu aldar og kom út í smáritaröð Sögufélags árið 2007. Bækur eftir höfund Hlustaðu á þína innri rödd: Kvennaframboð í Reykjavík og Kvennalisti 1982-1987
Kristín Svava Tómasdóttir
Kristín Svava Tómasdóttir (f. 1985) er sagnfræðingur (MA) frá Háskóla Íslands. Hún hefur sent frá sér þrjár ljóðabækur og eina fræðibók, Stund klámsins, sem kom út hjá Sögufélagi 2018 og hlaut Viðurkenningu Hagþenkis það árið. Kristín Svava er jafnframt einn tveggja ritstjóra Sögu – tímarits Sögufélags. Bækur eftir höfund Stund klámsins: Klám á Íslandi á tímum […]
Már Jónsson
Már Jónsson er fæddur árið 1959. Hann útskrifaðist með BA-gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1980 og lauk cand.mag.-prófi haustið 1985. Jafnframt stundaði hann nám í Björgvin og París. Hann lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1993. Næstu árin var hann við rannsóknir í Bandaríkjunum og Danmörku en var ráðinn lektor í […]
Óðinn Melsted
Óðinn Melsted (f. 1989) er sagnfræðingur (MA) frá Háskóla Íslands og stundar nú doktorsnám í orkusögu við Innsbruck-háskóla. Bókin Með nótur í farteskinu kom út í smáritaröð Sögufélags árið 2015, en hún er byggða MA-ritgerð Óðins sem fjallaði um erlenda tónlistarmenn á Íslandi á árunum 1930-1960. Bækur eftir höfund Með nótur í farteskinu. Erlendir tónlistarmenn á Íslandi […]
Páll Björnsson
Páll Björnsson (f. 1961) er prófessor í nútímafræði og sagnfræði við Háskólann á Akureyri. Hann er með doktorspróf frá Rochesterháskóla í Bandaríkjunum og hafa rannsóknir hans verið á sviði nútímasögu. Árið 2011 gaf Sögufélag út bókina Jón forseti allur? eftir Pál sem fjallar um það hvernig landsmenn hafa nýtt sér minningu Jóns Sigurðssonar frá andláti hans árið […]
Patricia Pires Boulhosa
Patricia Pires Boulhosa (f. 1965) er með doktorspróf í miðaldasagnfræði frá Cambridge-háskóla (f. 2003). Doktorsritgerð hennar fjallaði um Gamla sáttmála. Þar hélt hún því fram að sáttmálinn væri tilbúningur frá 15. öld og að samantekt hans hafi verið liður í baráttu íslenskra höfðingja við Noregskonung vegna ágreinings um verslun. Stytt útgáfa doktosritgerðarinnar kom út í […]