Guðmundur Jónsson

Guðmundur Jónsson (f. 1955) er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann er með doktorspróf frá London School of Economics (1992) og hafa rannsóknir hans einkum legið á sviði félags- og hagsögu Íslands á 19. og 20. öld, en auk þess hefur hann rannsakað neyslu- og matarsögu síðari alda. Guðmundur sat í stjórn Sögufélags á […]

Guðni Th. Jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson (f. 1968) er forseti Íslands og prófessor (í leyfi) við Háskóla Íslands. Hann er með doktorspróf frá Queen Mary-háskóla í London (2003) og hafa rannsóknir hans aðallega beinst að stjórnmálasögu Íslands á 20. og 21 .öld. Guðni var forseti Sögufélags árin 2011-2015 og varamaður í stjórn 2015-2016. Árið 2016 kom bók hans, […]

Gunnar Benediktsson

Gunnar Benediktsson var þjóðkunnur rithöfundur og prestur. Eftir hann liggja skáldsögur, leikrit, ritgerðasöfn, sagnfræðirit og endurminningar. Skömmu áður en Gunnar lést, 1981, hafði hann lokið við að rita ævisögu Odds frá Rósuhúsi, sem Sögufélag gaf út árið 1982.  Bækur eftir höfund Oddur frá Rósuhúsi: ævisaga Odds V. Gíslasonar

Gunnar Þór Bjarnason

Gunnar Þór Bjarnason fæddist á Ísafirði 1957. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, lauk BA-prófi frá í sagnfræði og þýsku frá Háskóla Íslands, MA-prófi í alþjóðasamskiptum frá sama skóla og stundaði framhaldsnám í sagnfræði í Þýskalandi. Hann kenndi í mörg ár við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og hefur lengi verið stundakennari við Háskóla Íslands. Gunnar […]

Haraldur Bernharðsson

Haraldur Bernharðsson (f. 1968) er dósent í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands og doktor í málvísindum frá Cornell-háskóla (2001). Hann var einn þriggja ritstjóra Járnsíðu og Kristniréttar Árna Þorlákssonar sem kom út í smáritaröð Sögufélags árið 2005.  Bækur eftir höfund Járnsíða og Kristinréttur Árna Þorlákssonar

Helgi Skúli Kjartansson

Helgi Skúli Kjartansson (f. 1949) er prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk cand. mag. prófi í sagnfræði frá HÍ árið 1976 en stundar nú doktorsnám í íslenskum bókmenntum við sama skóla. Rannsóknasvið Helga er fjölbreytt og spannar allt frá landnámi Íslands til vesturferða og sögu Íslands á 20. öld. Í gegnum tíðina […]

Helgi Þorláksson

Helgi Þorláksson (f. 1945) er með doktorspróf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og er prófessor emeritus við sama skóla. Helgi hefur setið í stjórn Sögufélags og var ritstjóri Sögu á árunum 1984-1986.  Bækur eftir höfund Leiðarminni: Helgi Þorláksson sjötugur 8. ágúst 2015 Reykjavík í 1100 ár

Hjalti Snær Ægisson

Hjalti Snær Ægisson (f. 1981) er doktor í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands (2019). Hann ritstýrði, ásamt Aðalgeir Kristjánssyni, bréfaskiptum Gríms Thomsens og Brynjólfs Péturssonar sem komu út í smáritaröð Sögufélags árið 2011.    Bækur eftir höfund Ekkert nýtt, nema veröldin

Hrefna Róbertsdóttir

Hrefna Róbertsdóttir (f. 1961) er doktor í sagnfræði frá Háskólanum í Lundi (2008). Doktorsritgerð Hrefnu fjallaði um efnahagsstefnu danskra stjórnvalda gagnvart Íslandi á 18. öld og hafa rannsóknir hennar einkum beinst að sögu Íslands á því tímabili. Hrefna var skipuð þjóðskjalavörður í mars 2019 og er hún fyrst kvenna til þess að gegna því starfi. […]

Jakob Benediktsson

Jakob Benediktsson (1907-1999) var fornfræðingur, forstöðumaður Orðabókar Háskólans, ritstjóri Tímarits Máls og menningar og meðritstjóri fyrir Íslands hönd að Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder. Hann var afkastamikill fræðimaður, vann mikið þýðingarstarf og gaf út fjölda grundvallarrita um sögu Íslands. Samhliða störfum sínum fyrir Orðabók Háskólans hélt Jakob úti þáttunum Íslenskt mál í Ríkisútvarpinu sem nutu mikilla […]