Gunnar Benediktsson var þjóðkunnur rithöfundur og prestur. Eftir hann liggja skáldsögur, leikrit, ritgerðasöfn, sagnfræðirit og endurminningar. Skömmu áður en Gunnar lést, 1981, hafði hann lokið við að rita ævisögu Odds frá Rósuhúsi, sem Sögufélag gaf út árið 1982.