0kr.
Í riti þessu er greint frá viðburðaríkum og ævintýralegum lífsferli sr. Odds V. Gíslasonar frá Rósuhúsi í Grjótaþorpi (1836-1911), sem lengi var prestur að Stað í Grindavík. Hann varð landsfrægur fyrir forgöngu sína í slysavarnarmálum sjómanna, flutti fyrirlestra stofnaði bjargráðanefndir og gaf út blað og bæklinga í þessu skyni. Sjálfur stundaði hann sjómennsku með prestsskap og var formaður á bát sínum.
Sr. Oddu varð þjóðsagnapersóna í landinu, þegar sú fregn barst út, að hann hefði “rænt” brúð sinni frá Kirkjuvogi í Höfnum. Nær sextugu fluttist sr. Oddur vestur um haf og stundaði þar prestsskap. Hann lenti í harðri andstöðu við vestur-íslensk yfirvöld, er hann tók að stunda svonefndar “huglækningar”. Oddur lauk læknaprófi þar vestra og varð félagi í læknafélagi í Bandaríkjunum. Ritið er prýtt fjölda mynda sem varða æviferil sr. Odds.
Gunnar Benediktsson var þjóðkunnur höfundur og prestur. Eftir hann liggja skáldsögur, leikrit, ritgerðarsöfn, sagnfræðirit og endurminningar. Skömmu áður en Gunnar lést, 1981, hafði hann lokið við að rita ævisögu Odds frá Rósuhúsi, – þessa “heillandi ævintýramanns”, eins og hann nefnir Odd. Bókin ber merki alkunnrar ritleikni höfundarins, og engin ellimerki að sjá, þótt þar haldi á penna maður kominn hátt á níræðisaldur.
“Hugsjónamaður skrifar um hugsjónamann”, Þjóðviljinn 11. desember 1982.
“Frá Rósuhúsi til Vesturheims”, Morgunblaðið 12. desember 1982.
“Forystumaður í björgunarmálum sjómanna”, Dagblaðið 11. apríl 1980.
Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.