Anna Agnarsdóttir

Anna Agnarsdóttir (f. 1947) er prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hún er með doktorspróf frá London School of Economics (1989) og fjallaði doktorsritgerð hennar um samskipti Íslands og Bretlands á árunum 1800-1820. Anna sat í stjórn Sögufélags 1982-1992 og var forseti Sögufélags 2005-2011. Árið 2017 varð Anna heiðursfélagi í Sögufélagi og meðlimur í Det Kongelige Danske Selskab for Fædrelandets Historie, auk þess að vera sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til sagnfræðirannsókna. 

Bækur eftir höfund

Bergsteinn Jónsson

Bergsteinn Jónsson (1926-2006) var prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann tók sæti í varastjórn Sögufélags árið 1960 og 1965-1978 var hann í aðalstjórn félagsins. Áður en hann tók sæti í stjórn var hann byrjaður að vinna að útgáfu Sögufélags á skjölum Landsnefndarinnar fyrri frá 1770-1771 og kom fyrsta bindið út 1958 og það næsta 1961. 

Bergsteinn ritaði fjölda greina í Sögu og var meðhöfundur Björns Þorsteinssonar að Íslandssögu til okkar daga

Bækur eftir höfund

Björk Ingimundardóttir

Björk Ingimundardóttir

Björk Ingimundardóttir fæddist árið 1943 á Hæli í Flókadal og er sagnfræðingur frá Háskóla Íslands. Hún starfaði á Þjóðskjalasafni 1971‒2013 og hefur komið að útgáfu fjölda bóka, þar má nefna fyrsta bindi Yfirréttarins á Íslandi, Skjalasafn landfógeta 1695­‒1904 og Byggðir Borgarfjarðar. Árið 2011 var Björk gerð að heiðursfélaga í Sagnfræðingafélagi Íslands.

Bækur eftir höfund

Björn Þorsteinsson

Björn Þorsteinsson (1916-1986) var prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá HÍ árið 1947 og stundaði framhaldsnám í Lundúnum veturinn 1948-1949. Björn var atorkumikill í rannsóknum á verslunarsögu Íslands á síðmiðöldum og má í því samhengi nefna rit eins og Ensku öldina og Tíu þorskastríð. Á árunum 1965-1978 var Björn forseti Sögufélags og ritstjóri Sögu 1960-1972. 

Bækur eftir höfund

Einar Laxness

Einar Laxness (1931-2016) var cand. mag. í sagnfræði frá Háskóla Íslands (1959). Hann kenndi í Menntaskólanum við Hamrahlíð 1966-1987 og var skjalavörður í Þjóðskjalasafni Íslands 1993-2001. Árin 1961-1988 sat Einar í stjórn Sögufélags, var forseti þess 1978-1988 og ritstýrði Sögu 1973-1978. 

Bækur eftir höfund

Erla Hulda Halldórsdóttir

Erla Hulda Halldórsdóttir (f. 1966) er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og lauk doktorsprófi frá sama skóla árið 2011. Rannsóknir hennar hverfast um kvenna- og kynjasögu, einkum sögu 19. og 20. aldar. Jafnframt hefur hún rannsakað sagnaritun og aðferða- og heimildafræði, ekki síst með tilliti til sendibréfa fyrri tíma og fræðilegra ævisagna. Bók hennar, Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850–1903, kom út árið 2011.

Erla Hulda var ritstjóri Sögu 2017–2018 og sat í stjórn Sögufélags 2006–2009.

Bækur eftir höfund

Gísli Ágúst Gunnlaugsson

Gísli Ágúst Gunnlaugsson (1953-1996) var dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk BA (Hons.) prófi frá háskólanum í East-Anglia á Englandi árið 1976 og kandídatsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1979. Hann varði doktorsritgerð sína Family and Household in Iceland 1801-1930 frá Uppsalaháskóla árið 1988. Ári síðar hóf hann kennslu við sagnfræðiskor Háskóla Íslands og kenndi þar til dauðadags. Gísli Ágúst var brautryðjandi í félagssögurannsóknum hér á landi. 

Bækur eftir höfund