Aðalgeir Kristjánsson

Aðalgeir Kristjánsson (f. 1924) er sagnfræðingur og fyrrverandi skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands. Hann lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1974 með ritgerð um Brynjólf Pétursson.  Bækur eftir höfund Endurreisn Alþingis og Þjóðfundurinn Ekkert nýtt, nema veröldin

Anna Agnarsdóttir

Anna Agnarsdóttir (f. 1947) er prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hún er með doktorspróf frá London School of Economics (1989) og fjallaði doktorsritgerð hennar um samskipti Íslands og Bretlands á árunum 1800-1820. Anna sat í stjórn Sögufélags 1982-1992 og var forseti Sögufélags 2005-2011. Árið 2017 varð Anna heiðursfélagi í Sögufélagi og meðlimur í […]

Axel Kristinsson

Axel Kristinsson (f. 1959) er sagnfræðingur (Cand. mag.) frá Háskóla Íslands. Hann er sjálfstætt starfandi fræðimaður við ReykjavíkurAkademíuna. Stórsaga (e. macrohistory) er honum sérstaklega hugleikin og hefur birt fjölda greina og skrifað bækur um sagnfræði. Bækur eftir höfund Hnignun, hvaða hnignun? Goðsögnin um niðurlægingartímabilið í sögu Íslands

Bergsteinn Jónsson

Bergsteinn Jónsson (1926-2006) var prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann tók sæti í varastjórn Sögufélags árið 1960 og 1965-1978 var hann í aðalstjórn félagsins. Áður en hann tók sæti í stjórn var hann byrjaður að vinna að útgáfu Sögufélags á skjölum Landsnefndarinnar fyrri frá 1770-1771 og kom fyrsta bindið út 1958 og það næsta […]

Björk Ingimundardóttir

Björk Ingimundardóttir

Björk Ingimundardóttir fæddist árið 1943 á Hæli í Flókadal og er sagnfræðingur frá Háskóla Íslands. Hún starfaði á Þjóðskjalasafni 1971‒2013 og hefur komið að útgáfu fjölda bóka, þar má nefna fyrsta bindi Yfirréttarins á Íslandi, Skjalasafn landfógeta 1695­‒1904 og Byggðir Borgarfjarðar. Árið 2011 var Björk gerð að heiðursfélaga í Sagnfræðingafélagi Íslands. Bækur eftir höfund Prestaköll, […]

Björn Þorsteinsson

Björn Þorsteinsson (1916-1986) var prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá HÍ árið 1947 og stundaði framhaldsnám í Lundúnum veturinn 1948-1949. Björn var atorkumikill í rannsóknum á verslunarsögu Íslands á síðmiðöldum og má í því samhengi nefna rit eins og Ensku öldina og Tíu þorskastríð. Á árunum 1965-1978 var Björn forseti Sögufélags […]

Einar Laxness

Einar Laxness (1931-2016) var cand. mag. í sagnfræði frá Háskóla Íslands (1959). Hann kenndi í Menntaskólanum við Hamrahlíð 1966-1987 og var skjalavörður í Þjóðskjalasafni Íslands 1993-2001. Árin 1961-1988 sat Einar í stjórn Sögufélags, var forseti þess 1978-1988 og ritstýrði Sögu 1973-1978.  Bækur eftir höfund Jón Sigurðsson forseti 1811-1879

Erla Hulda Halldórsdóttir

Erla Hulda Halldórsdóttir (f. 1966) er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og lauk doktorsprófi frá sama skóla árið 2011. Rannsóknir hennar hverfast um kvenna- og kynjasögu, einkum sögu 19. og 20. aldar. Jafnframt hefur hún rannsakað sagnaritun og aðferða- og heimildafræði, ekki síst með tilliti til sendibréfa fyrri tíma og fræðilegra ævisagna. Bók hennar, […]

Gísli Ágúst Gunnlaugsson

Gísli Ágúst Gunnlaugsson (1953-1996) var dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk BA (Hons.) prófi frá háskólanum í East-Anglia á Englandi árið 1976 og kandídatsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1979. Hann varði doktorsritgerð sína Family and Household in Iceland 1801-1930 frá Uppsalaháskóla árið 1988. Ári síðar hóf hann kennslu við sagnfræðiskor Háskóla Íslands og […]

Guðmundur J. Guðmundsson

Guðmundur J. Guðmundsson (f. 1954) er sagnfræðingur (cand. mag.) frá Háskóla Íslands og kennari við Menntaskólann í Reykjavík. Hann sat í stjórn Sögufélags á árunum 1998-2006 og var ritstjóri Sögu 1995-2002, 2005 og 2007. Bækur eftir höfund Á hjara veraldar – Saga norrænna manna á Grænlandi Á hjara Veraldar