Bergsteinn Jónsson

Bergsteinn Jónsson (1926-2006) var prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann tók sæti í varastjórn Sögufélags árið 1960 og 1965-1978 var hann í aðalstjórn félagsins. Áður en hann tók sæti í stjórn var hann byrjaður að vinna að útgáfu Sögufélags á skjölum Landsnefndarinnar fyrri frá 1770-1771 og kom fyrsta bindið út 1958 og það næsta 1961. 

Bergsteinn ritaði fjölda greina í Sögu og var meðhöfundur Björns Þorsteinssonar að Íslandssögu til okkar daga

Bækur eftir höfund

Hjalti Snær Ægisson

Hjalti Snær Ægisson (f. 1981) er doktor í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands (2019). Hann ritstýrði, ásamt Aðalgeir Kristjánssyni, bréfaskiptum Gríms Thomsens og Brynjólfs Péturssonar sem komu út í smáritaröð Sögufélags árið 2011.   

Bækur eftir höfund

Haraldur Bernharðsson

Haraldur Bernharðsson (f. 1968) er dósent í íslenskum miðaldafræðum við Háskóla Íslands og doktor í málvísindum frá Cornell-háskóla (2001). Hann var einn þriggja ritstjóra Járnsíðu og Kristniréttar Árna Þorlákssonar sem kom út í smáritaröð Sögufélags árið 2005. 

Bækur eftir höfund

Patricia Pires Boulhosa

Patricia Pires Boulhosa (f. 1965) er með doktorspróf í miðaldasagnfræði frá Cambridge-háskóla (f. 2003). Doktorsritgerð hennar fjallaði um Gamla sáttmála. Þar hélt hún því fram að sáttmálinn væri tilbúningur frá 15. öld og að samantekt hans hafi verið liður í baráttu íslenskra höfðingja við Noregskonung vegna ágreinings um verslun. Stytt útgáfa doktosritgerðarinnar kom út í smáritaröð Sögufélags árið 2006.

Bækur eftir höfund

Gísli Ágúst Gunnlaugsson

Gísli Ágúst Gunnlaugsson (1953-1996) var dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk BA (Hons.) prófi frá háskólanum í East-Anglia á Englandi árið 1976 og kandídatsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1979. Hann varði doktorsritgerð sína Family and Household in Iceland 1801-1930 frá Uppsalaháskóla árið 1988. Ári síðar hóf hann kennslu við sagnfræðiskor Háskóla Íslands og kenndi þar til dauðadags. Gísli Ágúst var brautryðjandi í félagssögurannsóknum hér á landi. 

Bækur eftir höfund

Einar Laxness

Einar Laxness (1931-2016) var cand. mag. í sagnfræði frá Háskóla Íslands (1959). Hann kenndi í Menntaskólanum við Hamrahlíð 1966-1987 og var skjalavörður í Þjóðskjalasafni Íslands 1993-2001. Árin 1961-1988 sat Einar í stjórn Sögufélags, var forseti þess 1978-1988 og ritstýrði Sögu 1973-1978. 

Bækur eftir höfund