Höfundur
Kristín Svava Tómasdóttir
Útgefandi
Sögufélag
Útgáfuár
2022
ISBN
9789935466310
Blaðsíðufjöldi
350
Ritstjóri
Anna Dröfn Ágústsdóttir
Myndaritstjóri
Unavailable
Tegund
Unavailable

Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25

Kristín Svava Tómasdóttir

Original price was: 8.900kr..Current price is: 4.450kr..

Á horni Þingholtsstrætis og Spítalastígs stendur hús sem á sér viðburðaríka sögu. Það var byggt árið 1884 sem fyrsta sjúkrahús Reykvíkinga. Síðar var það gert að farsóttaspítala og geðsjúkrahúsi og seinast að gistiskýli fyrir heimilislausa.
Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 er saga um heilbrigði og sjúkdóma, sem sumir þóttu ógnvænlegri eða skammarlegri en aðrir. Þetta er saga af lækningum og tilraunum til að vernda samfélagið gegn smiti og sóttum. Þetta er saga borgar og saga velferðarkerfis en ekki síst saga af fólki: Sjúklingum og hjúkrunarkonum, læknum og ljósmæðrum, hómópötum, þurfamönnum, vinnukonum, verkamönnum, útigangsmönnum, sjómönnum, lögreglumönnum, miðlum og skáldum. Aðalpersóna bókarinnar er þó gamla timburhúsið sem enn gengur undir sínu dulúðuga nafni: Farsótt.
Kristín Svava Tómasdóttir er sagnfræðingur og ljóðskáld. Hún er höfundur bókarinnar Stund klámsins, sem hlaut Viðurkenningu Hagþenkis árið 2018, og einn af höfundum Konur sem kjósa, sem hlaut Fjöruverðlaunin í flokki fræðirita árið 2020. Kristín Svava hefur sent frá sér fjórar ljóðabækur, síðast Hetjusögur sem hlaut Fjöruverðlaunin í flokki fagurbókmennta árið 2020.

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.