Ragnheiður Kristjánsdóttir
Ragnheiður Kristjánsdóttir (f. 1968) er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Meðal verka hennar er bókin Nýtt fólk. Þjóðerni og íslensk verkalýðsstjórnmál 1901–1944, sem kom út árið 2008. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum fengist við hugmynda- og stjórnmálasögu 19. og 20. aldar, nánar tiltekið sögu vinstri hreyfingarinnar, þróun lýðræðis og nú síðast kvenna- og […]
Sigurður Þórarinsson
Sigurður Þórarinsson (1912-1983) var íslenskur náttúrufræðingur, jarðfræðingur, landfræðingur, eldfjallafræðingur og jöklafræðingur, prófessor við Háskóla Íslands og vísnaskáld. Árið 1962 kom bók hans, Heklueldar, út hjá Sögufélag og árið 1982 gaf Sögufélag út greinasafnið Eldur er í norðri til heiðurs honum sjötugum. Bækur eftir höfund Eldur er í norðri. Afmælisrit helgað Sigurði Þórarinssyni sjötugum
Sigurjón Björnsson
Sigurjón Björnsson (f. 1926) var prófessor í sálarfræði við Háskóla Íslands árin 1971-1994. Hann hefur gefið út fjölda rita um sálfræði, bæði frumsamin og þýdd, en síðustu ár hefur hann einna helst starfað við þýðingar. Sögufélag hefur gefið út tvær þýðingar Sigurjóns á forn-grískum sagnfræðiritum: Sögu Pelópseyjarstríðsins eftir Þúkýdídes og Helleníku eftir Xenófón. Bækur eftir höfund Helleníka
Smári Geirsson
Smári Geirsson (f. 1951) stundaði nám í þjóðfélagsfræðum við Háskóla Íslands og lauk B.A. prófi 1976. Síðan lá leiðin í Háskólann í Björgvin í Noregi þar sem hann nam stjórnsýslufræði og lauk prófi 1971. Námi í uppeldis- og kennslufræðum við Háskóla Íslands lauk hann 1980. Smári hefur fengist við kennslu og ritstörf og var skólameistari […]
Steinunn Kristjánsdóttir
Steinunn Kristjánsdóttir er prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands. Árið 2012 gaf Sögufélag út bók hennar um Skriðuklaustur í Fljótsdal. Bókin hlaut Fjöruverðlaunin fyrir bækur í flokki fræðirita og var tilnefnd til Viðurkennningar Hagþenkis og Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Bækur eftir höfund Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir
Sumarliði R. Ísleifsson
Sumarliði R. Ísleifsson (f. 1955) er lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands og lauk doktorsprófi frá sömu stofnun árið 2014. Hann var sjálfstætt starfandi sagnfræðingur innan ReykjavíkurAkademíunnar 1998–2012, og hefur ritað og ritstýrt fjölda bóka um sagnfræði. Árið 2020 kom bók hans, Í fjarska norðursins. Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár, út hjá […]
Sverrir Jakobsson
Sverrir Jakobsson (f. 1970) er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknasvið Sverris hefur einkum verið íslensk miðaldasaga en doktorsritgerð hans fjallaði um heimsmynd Íslendinga og íslenskt þjóðerni á miðöldum. Sverrir sat í stjórn Sögufélags, fyrst sem varamaður en svo meðstjórnandi, á árunum 2011-2017. Bækur eftir höfund Auðnaróðal. Baráttan um Ísland 1096-1281
Unnur Birna Karlsdóttir
Unnur Birna Karlsdóttir (f. 1964) lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2010. Hún hefur sent frá sér ýmis fræðirit og fræðigreinar um samband manna og náttúru á Íslandi. Rannsóknin á sögu hreindýra á Íslandi er stærsta verk hennar á því sviði hingað til. Unnur Birna er forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi. […]
Vilhelm Vilhelmsson
Vilhelm Vilhelmsson (f. 1980) er forstöðumaður rannsóknarstofnunar Háskóla Íslands á norðurlandi vestra. Vilhelm er doktor í sagnfræði frá Háskóla Íslands og fjallaði doktorsritgerð hans um vistarband á Íslandi á 19. öld. Hann hefur einnig lagt fyrir sig rannsóknir á sögu íslenskra vesturfara og aðlögun þeirra að kanadísku samfélagi í lok 19. aldar ásamt hugmynda- og […]
Þorgerður H. Þorvaldsdóttir
Þorgerður H. Þorvaldsdóttir (1968–2020) var sjálfstætt starfandi kynja- og sagnfræðingur hjá ReykjavíkurAkademíunni. Rannsóknir Þorgerðar beindust einkum að jafnrétti í samtímanum, bæði kynjajafnrétti og jafnrétti í víðari skilningi. Hún rannsakaði einnig ólíkar kvenímyndir, þar með taldar líkamsímyndir og fegurð. Bók hennar og Báru Baldursdóttur, Krullað og klippt. Aldarsaga háriðna á Íslandi, var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna 2019. […]