Samningur undirritaður um útgáfu á skjölum yfirréttarins
Þann 7. maí síðastliðinn var undirritaður samningur milli Alþingis, Þjóðskjalasafns Íslands og Sögufélags um útgáfuverkefni til tíu ára. Gefnir verða út dómar og skjöl yfirrréttarins á Íslandi og aukalögþinga. Yfirrétturinn starfaði á Þingvöllum árin 1563-1800 og eru elstu varðveittu dómskjölin fráárinu 1690. Fyrsta bindi ritraðarinnar kom út árið 2011 og tók til áranna 1690-1710, næsta […]
Aðalfundur Sögufélags
Aðalfundur Sögufélags var haldinn þann 12. mars síðastliðinn, rétt áður en samkomubann skall á. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Fundinum stýrði Hafdís Erla Hafsteinsdóttir og fundarritari var Markús Þ. Þórhallsson. Hrefna Róbertsdóttir, forseti Sögufélags, flutti ársskýrslu og Brynhildur Ingvarsdóttir, gjaldkeri, lagði fram og kynnti ársreikning Sögufélags. Á fundinum var nýrri vefsíðu Sögufélags jafnframt hleypt af […]
Öræfahjörðin í enskum kynningarbæklingi Miðstöðvar íslenskra bókmennta
Öræfahjörðin: Saga hreindýra á Íslandi eftir Unni Birnu Karlsdóttur er í enskum kynningarbæklingi Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir árið 2020. Bæklingurinn er notaður til þess að kynna erlendis það nýjasta í íslenskum bókmenntum. Þar að auki eru Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi I-II eftir Björk Ingimundardóttur í bæklingnum sem handhafi Viðurkenningar Hagþenkis 2020. Hér er hlekkur á bæklinginn.
Fréttabréf Sögufélags: febrúar 2020
Sögufélag hefur gefið út fréttabréf fyrir febrúrar. Fréttabréfið getur þú nálgast hér fyrir neðan Febrúar 2020 Þú getur skoðað öll fréttabréfin okkar hér
Bókamarkaðurinn á Laugardalsvelli opnar í dag
Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda (FÍBÚT) opnar á Laugardalsvelli í dag. Sögufélag, líkt og undanfarin ár, er með bás á markaðnum þar sem hægt er að kaupa bækur félagsins á kostakjörum. Meðal þess sem er í boði eru Smárit Sögufélags, Hinir útvöldu eftir Gunnar Þór Bjarnason, verðlaunabókin Stund klámsins eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur og margt fleira. Allt á gjafaverði. Bókamarkaðurinn […]
Öræfahjörðin hlýtur aðra tilnefningu!
Skammt er stórra högga á milli hjá Unni Birnu Karlsdóttur og Sögufélagi. Skömmu eftir að ljóst varð um tilnefningu Öræfahjarðarinnar: Sögu hreindýra á Íslandi til Íslensku bókmenntaverðlaunanna var tilkynnt að hún ætti einnig möguleika á að fá Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlauna kvenna árið 2020. Þann 3. desember var tilkynnt við skemmtilega athöfn í Borgarbókasafninu í Grófinni […]
Öræfahjörð Unnar Birnu hlýtur tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna
Á fullveldisdaginn sjálfan 1. desember var tilkynnt hvaða höfundar og verk hlytu tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2019. Öræfahjörð Unnar Birnu Karlsdóttur var þar á meðal! Athöfnin sem var hátíðleg og nokkuð fjölmenn fór fram að Kjarvalsstöðum. Nú er tilnefnt í þremur flokkum; í flokki fræðirita og bóka almenns efnis, í flokki barna- og ungmennabóka […]
Sárasótt og skrælingjar – fjör á höfundakvöldi Sögufélags
nóvember 2019 Glatt var á hjalla og notaleg stemming í Gunnarshúsi á fjölmennu höfundakvöldi Sögufélags miðvikudagskvöldið 20. nóvember. Kynnir kvöldsins, Brynhildur Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri félagsins, reið á vaðið þegar hún sagði frá starfi félagsins á árinu, meðal annars í kynningar- og ímyndarmálum og greindi frá því að nýlega hefðu orðið til 102 (misalvarlegar) tillögur að nýju […]
Höfundakvöld hjá RSÍ 20. nóvember
Nóvember 2019 Þrjár nýjar fræðibækur og tvö bindi af tímaritinu Sögu komu út hjá Sögufélagi á árinu og verður útgáfan kynnt með léttu spjalli á höfundakvöldi í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, miðvikudaginn 20. nóvember kl. 19:30-21:30. Vaskur hópur viðmælenda mun ræða við höfunda og ritstjóra bókanna og spyrja þá spjörunum úr. Léttar veitingar og bækur seldar […]
Bókagjöf með inngöngutilboði í Sögufélag
Nú fer að styttast í að hausthefti Sögu komi út og því hefur Sögufélag ákveðið að bjóða upp á sérstakt inngöngutilboð fyrir nýja áskrifendur að Sögu.Í því felst að þeir sem gerast áskrifendur að Sögu, og þar af leiðandi meðlimir í Sögufélagi, fá fyrsta eintakið af Sögu frítt og býðst að eignast eina af eftifarandi […]