Landsnefndin fyrri – einstakt tilboð á öllu safninu

Í vefverslun Sögufélags er nú hægt að kaupa öll bindi Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771 á sérstöku pakkatilboði. Fimmta bindið kom út í síðustu viku og munu kaupendur fá send fyrstu fimm bindin strax, en sjötta bindið verður sent til kaupenda um leið og það kemur út á næsta ári. Heildarútgáfa á skjölum Landsnefndarinnar fyrri verður birt […]

Í fjarska norðursins: Ísland og Grænland – Viðhorfasaga í þúsund ár. Höfundaspjall á fésbók.

Bókin Í fjarska norðursins: Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár eftir Sumarliða R. Ísleifsson er komin út hjá Sögufélagi og verður því fagnað miðvikudaginn 4. nóvember klukkan 17:00 með höfundaspjalli í Gunnarshúsi. Í ljósi aðstæðna verður ekki hægt að hafa spjallið opið gestum heldur verður því streymt á fésbókarsíðu Sögufélags. Markús Þ. Þórhallsson, sagfræðingur […]

Handa á milli. Heimilisiðnaðarfélag Íslands 1913–2013

Út er komin bókin Handa á milli. Heimilisiðnaðarfélag Íslands 1913–2013 eftir Áslaugu Sverrisdóttir. Í henni er sögð 100 ára saga Heimilisiðnaðarfélagsins, frá stofnun til ársins 2013. Sögulegum bakgrunni félagsins eru gerð skil, sem og tengslum við heimilisiðnaðarhreyfingar í nágrannalöndunum. Rýnt er í það hvernig heimilisiðnaður á Íslandi hefur þróast í takt við samfélagsbreytingar, en á sama […]

Landsnefndin fyrri 1770-1771 V bindi – útgáfuviðburður

Til að fagna útkomu fimmta bindis ritraðarinnar um Landsnefndina fyrri 1770-1771 verður haldinn opinn viðburður í streymi á Facebook þriðjudaginn 27. október klukkan 15:00-16:00. Þar verða flutt erindin: Hrefna Róbertsdóttir: Þremenningarnir í Landsnefndinni. Hugmyndir, úrvinnsla og tillögur. Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir: Kostnaður konungs vegna Landsnefndarinnar fyrri. Helga Hlín Bjarnadóttir: Húsagi og landsagi í uppkasti Þorkels Fjeldsteds að […]

Konur sem kjósa: Aldarsaga – útgáfuviðburður

Útgáfu bókarinnar Konur sem kjósa: Aldarsaga er fagnað á sjálfum kvennafrídeginum. Í ljósi ástandsins í samfélaginu fer útgáfuhófið fram á netinu og er því aðgengilegt öllum. Hér munu flytja ávörp forseti Íslands, forseti Alþingis, forseti Sögufélags, höfundar bókarinnar og ritstjóri. Dagskrána kynnir skrifstofustjóri Alþingis Ragna Árnadóttir. Konur sem kjósa er einkar glæsilegt verk um íslenska kvenkjósendur […]

Lokað á skrifstofu Sögufélags til 30. október

Vegna sóttvarnarráðstafana hefur verið ákveðið að loka afgreiðslu og verslun félagsins fram til 30. október. Við verðum því ekki með opið kl. 13–17 á mánudögum og þriðjudögum eins og venjulega á því tímabili.  Enn verður hægt að panta bækur í vefverslun á sogufelag.is/ og fá sendar, og senda okkur fyrirspurnir á netfangið sogufelag@sogufelag.000web.site.

Orðspor Williams Faulkner á Íslandi kemur út hjá Sögufélagi.

Haukur Ingvarsson skrifaði í dag undir samning um útgáfu bókar sem byggir á doktorsritgerðar hans, „Orðspor Williams Faulkner á Íslandi. Menningarsamskipti Íslands og Bandaríkjanna 1930–1960“, hjá Sögufélagi. Haukur leitar svara við því hvernig nafn Faulkner varð til og þróaðist á íslenskum menningarvettvangi 1933–1960. Á sama tíma kannar hann samspil íslenska bókmenntakerfisins við erlend bókmenntakerfi, á […]

Sumarstarfsmenn hjá Sögufélagi

Fyrir skemmstu greindum við frá því að Sögufélag hefði fengið styrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta fyrir verkefnið „Margmiðlunarsíða og veflægur gagnagrunnur um tímaritið Sögu og útgáfu Sögufélags.“ Arnór Gunnar Gunnarsson hefur nú verið ráðinn til verkefnisins og mun starfa hjá Sögufélagi í sumar. Arnór er með MA-próf í sagnfræði frá Columbia-háskóla og hann mun vinna […]

Húsfyllir á Sögukvöldi

Í tilfefni útgáfu Sögu 2020:1 var blásið til Sögukvölds í Gunnarshúsi þann 4. júní síðastliðinn. Höfundar hinna þriggja ritrýndu greina heftisins kynntu rannsóknir sínar við góðar undirtektir. Auk þess ræddi Kristín Svava Tómasdóttir, önnur tveggja ritstjóra Sögu, annað efni í tímaritinu.  Haukur Ingvarsson hóf leik og sagði okkur frá Vestur-Íslendingnum Hjörvarði Harvard Árnasyni, sem starfaði fyrir […]

SAGA er komin út

Vorhefti tímaritsins Sögu 2020 er komið út og er á leið til áskrifenda. Í heftinu eru þrjár ritrýndar greinar. Skafti Ingimarsson skrifar um „hvíta stríðið“ eða Drengsmálið árið 1921 á grundvelli áður óþekktra heimilda af danska Ríkisskjalasafninu, sem sýna að dönsk stjórnvöld voru reiðubúin að grípa til hernaðaraðgerða gegn uppreisnaröflum í Reykjavík ef íslensk stjórnvöld […]