Bókamarkaðurinn á Laugardalsvelli opnar í dag

Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda (FÍBÚT) opnar á  Laugardalsvelli í dag.

Sögufélag, líkt og undanfarin ár, er með bás á markaðnum þar sem hægt er að kaupa bækur félagsins á kostakjörum. Meðal þess sem er í boði eru Smárit SögufélagsHinir útvöldu eftir Gunnar Þór Bjarnason, verðlaunabókin Stund klámsins eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur og margt fleira. Allt á gjafaverði.

Bókamarkaðurinn er opinn frá kl. 10-21 alla daga og stendur yfir dagana 27. febrúar til 15. mars.