Nýr framkvæmdastjóri Sögufélags

Tímamót urðu í rekstri Sögufélags nú á dögunum þegar framkvæmdastjóri í fullu starfi var ráðinn til félagsins frá 1. nóvember næstkomandi. Brynhildur Ingvarsdóttir sagnfræðingur er nýr framkvæmdastjóri félagsins. Hún hefur áður starfað sem sviðstjóri miðlunarsviðs Þjóðminjasafns Íslands, framkvæmdastjóri hjá nýsköpunarfyrirtækjunum Marinox ehf. og ASA ehf., og markaðsstjóri hjá ORF líftækni. Brynhildur er með BA próf […]

Innbundið safn SÖGU gefið Sögufélgi

Nóvember 2019 Nú á dögunum barst Sögufélagi skemmtileg gjöf: safn tímaritsins Sögu 1949-1996 innbundið í fallegt leðurband. Safnið kemur úr dánarbúi Aðalsteins Davíðssonar íslenskufræðings (1938-2019). Aðalsteinn var m.a. lektor í íslensku við Háskólann í Helsinki, íslenskukennari í MS, málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins og vann við þýðingar. Aðalsteinn og kona hans, Bergljót Gyða Helgadóttir, lögðu mikla ást við bókband og […]

Vel samin rit fá viðurkenningu

desember 2018 Tveir höfundar bóka sem Sögufélag gaf út í ár, hafa fengið úthlutað úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar. Það eru þau Axel Kristinsson höfundur bókarinnar Hnignun, hvaða hnignun? og Kristín Svava Tómasdóttir sem skrifaði Stund klámsins. Bækurnar hafa báðir vakið eftirtekt og umtal, þær eru vel skrifaðar, læsilegar og falla því vel að úthlutunarreglum […]

Stund klámsins í öðru sæti!

desember 2018 Bók Kristínar Svövu Tómasdóttur Stund klámsins hafnaði í öðru sæti í flokki fræði- og handbóka, í verðlaunavali bóksala 2018.  Stórvirkið Flóra Íslands var hlutskarpast að þessu sinni. Verðlaun bóksala eru árviss atburður sem var kynntur í bókaþætti Egils Helgasonar Kiljunni miðvikudagskvöldið 12. desember. Bóksalar um allt land greiða atkvæði um nýútkomnar bækur og […]

Margmenni á málþingi

desember 2018 Húsfyllir var á þverfaglegu málþingi Sögufélags og Sagnfræðistofnunar Vesæl þjóð í vondu landi? Goðsagnir og raunveruleiki Íslandssögunnar. Guðrún Gísladóttir, prófessor í landfræði reið á vaðið þar sem hún lýsti hvernig menn og eldfjöll gerbreyttu ásýnd Íslands á fyrstu öld byggðar í landinu. Axel Kristinsson sagnfræðingur fjallaði um goðsagnir eða mýtur um s.k. vistmorð […]

Vesæl þjóð í vondu landi? Goðsagnir og raunveruleiki Íslandssögunnar

nóvember 2018 Oft er talað um að íslenska þjóðin hafi fyrr á tímum búið við ömurlega örbirgð um langa hríð. En er þetta ekki bara goðsögn sem varð til í þjóðfrelsisbaráttunni, eitthvað sem fólk þurfti að trúa til að sannfæra sig um að sjálfstæði væri best? Goðsögnin virðist síðan hafa verið endurunnin í þágu nýrra […]

Bókamessa og fullveldisganga

nóvember 2018 Sögufélag mun kynna allar bækurnar sem út komu í haust á Bókamessu í bókmenntaborg í Hörpu helgina 24. – 25. nóvember. Nokkrir höfundanna munu verða á staðnum að árita bækur sínar sem verða boðnar á góðu verði. Bókamessan er opin báða dagana frá kl. 11 til 17. Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur verður með sögugöngu […]

Höfundakvöld Sögufélags 23. nóvember kl. 20

nóvember 2016 Höfundakvöld Sögufélags verður haldið í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, fimmtudaginn 23. nóvember kl. 20 með kynningum og léttu spjalli um nýútkomnar bækur Sögufélags: • Hjalti Hugason ræðir við Steinunni Kristjánsdóttur um bók hennar: Leitina að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir. • Guðmundur Jónsson ræðir við Vilhelm Vilhelmsson um bók hans Sjálfstætt fólk: […]

Aðalfundur Sögufélags 23. nóvember kl. 18.30-19.30

nóvember 2016 Aðalfundur Sögufélags verður haldinn í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, fimmtudaginn 23. nóvember kl. 18.30-19:30. Í framhaldi af aðalfundinum verður höfundakvöld kl. 20 með kynningu og umræðum um nýútkomnar bækur Sögufélags.

Sögukvöld í Gunnarshúsi 13. júní

águst 2016 Laugardaginn 13. maí síðastliðinn stóðu Sögufélag og Sagnfræðistofnun fyrir vel heppnuðu málþingi til heiðurs Önnu Agnarsdóttur í tilefni af sjötugsafmæli hennar, en Anna lætur nú af störfum sem prófessor í sagnfræði við skólann. Anna Agnarsdóttir gegndi embætti forseta Sögufélags frá 2005 til 2011 – og varð þar með fyrsta konan til að gegna […]