Innbundið safn SÖGU gefið Sögufélgi

Nóvember 2019

Nú á dögunum barst Sögufélagi skemmtileg gjöf: safn tímaritsins Sögu 1949-1996 innbundið í fallegt leðurband.

Safnið kemur úr dánarbúi Aðalsteins Davíðssonar íslenskufræðings (1938-2019). Aðalsteinn var m.a. lektor í íslensku við Háskólann í Helsinki, íslenskukennari í MS, málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins og vann við þýðingar.

Aðalsteinn og kona hans, Bergljót Gyða Helgadóttir, lögðu mikla ást við bókband og bókasöfnun. Helst bundu þau inn tímarit og greinasöfn og var Saga þar á meðal.

Þegar Saga kom út fyrst fengu allir áskrifendur lausar arkir sem svo voru bundnar inn á nokkurra ára fresti. Í dag fá langflestir Sögu innbundna, en þó eru enn þá nokkrir sem fá Sögu til sín í lausum örkum og binda sjálfir inn.

Sögufélag þakkar aðstandendum Aðalsteins kærlega fyrir þessa gjöf sem ber ræktarsemi félaga við tímaritið Sögu fagurt vitni.