Andlit til sýnis var valin besta fræðibókin 2023 af bóksölum.Bókin er „…frumleg, áleitin og firnavel skrifuð bók um kerfið sem flokkar fólk á jörðinni í kynþætti og skipar sumum innan garðs en öðrum utan hringsins.
Okkur er sögð nöturleg saga af því þegar hvítleikinn og kynþátturinn gera suma að þrælum, fríkum og rannsóknarviðföngum en aðra að vitringum og herrum. Sagan er um nýlendustefnu, heimsvaldastefnu og kynþáttahyggju Evrópumanna og hvernig vísindum, söfnum og miðlun var beitt fyrir vagn kúgunar og mismununar.“ Sagði velunnari Sögufélagsins eftir sinn lestur.