Bóksalar völdu bestu fræðibók ársins 2023

Andlit til sýnis var valin besta fræðibókin 2023 af bóksölum.Bókin er „…frumleg, áleitin og firnavel skrifuð bók um kerfið sem flokkar fólk á jörðinni í kynþætti og skipar sumum innan garðs en öðrum utan hringsins. Okkur er sögð nöturleg saga af því þegar hvítleikinn og kynþátturinn gera suma að þrælum, fríkum og rannsóknarviðföngum en aðra […]

Nýr þáttur af Blöndu

Nú í desember var rætt við Kristínu Loftsdóttur um nýútkomna bók hennar Andlit til sýnis. Íslendingar og aðrir á Kanarísafninu. Lengi vel var litið á Ísland og Íslendinga sem á einhvern hátt utan við umheiminn og aðskilda frá heimsvalda- og nýlendstefnu. Frásögn Kristínar Loftsdóttur í bókinni Andlit til sýnis beinir sjónum að samtengdum heimi sem […]

Tilnefnd til Fjöruverðlaunanna

Sólin skín víðar en á Kanrí! Andlit til sýnis. Íslendingar og aðrir á Kanarísafninu eftir Kristínu Loftsdóttur var í gær tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Samstarf við góða höfunda skapar tækifæri til að gefa út góðar bækur, eftirtektarverðar og fallegar.

Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Bók án hliðstæðu var sagt um bók Haraldar Sigurðssonar, Samfélag eftir máli. Við hjá Sögufélaginu deilum þeirri sýn og gleðjumst yfir tilnefningu bókarinnar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Eiguleg bók og falleg til gjafa. Hér er hægt að versla bókina hjá Sögufélaginu