Konur sem kjósa hlýtur gullverðlaun FÍT

Konur sem kjósa hlýtur gullverðlaun FÍT – Félags íslenskra teiknara – fyrir bókahönnun.
Sögufélag óskar hönnuðunum, Snæfríði Þorsteinsdóttur og Hildigunni Gunnarsdóttur, innilega til hamingju.
 
Umsögn dómnefndar:
„Einstaklega sannfærandi prentgripur sem setur ný við­­mið í framsetningu sem höfðar til stærri lesenda­hóps. Vel er hugað að efnisvali, framsetningu mynda og letri sem kemur saman í aðgengilegri og eigulegri útgáfu.“
 
Konur sem kjósa fékk áður Fjöruverðlaunin og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana, auk þess að vera tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Haraldur Sigurðsson skrifar undir útgáfusamning við Sögufélag

Sögufélag hefur samið við Harald Sigurðsson um útgáfu bókar hans um sögu bæjarskipulags á Íslandi.

 

Um er ræða yfirgripsmikið sagnfræðirit um bæjarskipulag í sinni margbreytilegustu mynd hér á landi á 20. öldinni. Haraldur er deildarstjóri aðalskipulags hjá Reykjavíkurborg og hefur rannsakaði þessi mál í vel á annan áratug.

 

Það má segja að Sögufélag sé að taka aftur upp þráðinn í þessum málaflokki því árið 1982 kom út hjá okkur bókin Bæirnir byggjast eftir Pál Líndal sem fjallar um störf skipulagsnefndar ríkisins og fyrstu skref Íslendinga í skipulagsmálum. Það er því sönn ánægja að halda áfram að miðla sögu þéttbýlismyndunar og borgarskipulags á Íslandi.

Nýr starfsmaður hjá Sögufélagi

Einar Kári Jóhannsson hefur tekið við stöðu verkefnastjóra hjá Sögufélagi. Hann mun sjá um ýmiskonar miðlun og kynningarstarf. Hann tekur við af Jóni Kristni Einarssyni sem starfað hefur hjá félaginu um nokkurt skeið.   

Einar Kári er bókmenntafræðingur með langa reynslu af bóksölu. Hann hefur einnig fengist við skrif og bókaútgáfu og er einn af stofnendum Unu útgáfuhúss. Sögufélag býður hann velkominn til starfa.