Skip to content
Útgáfuár

1997

Útgefandi

Sögufélag og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands

Blaðsíðufjöldi

353

Saga og samfélag. Þættir úr félagssögu 19. og 20. aldar

Uppseld

Þessi bók er gefin út í minningu Gísla Ágústs Gunnlaugssonar sagnfræðings, í samvinnu Sögufélags og Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands. Bókin hefur að geyma safn greina sem Gísli Ágúst samdi á árabilinu 1981-1995; endurspegla þær vel þá grósku sem einkennt hefur rannsóknir í félagssögu undanfarna tvo áratugi.

Nokkrar ritgerðanna hafa ekki birst áður á prenti og margar þeirra birtust upphaflega í erlendum tímaritum, en koma nú fyrir sjónir lesenda í íslenskri þýðingu. Bókin veitir glögga innsýn í kjör og viðhorf almennings á Íslandi á 19. og 20. öld. Hér er því um að ræða nýstárlegt framlag til félagssögurannsókna á Íslandi.