Skip to content
Útgáfuár

1979

Blaðsíðufjöldi

192

Útgefandi

Sögufélag

Jón Sigurðsson forseti 1811-1879

Einar Laxness

Rit þetta er yfirlit um ævi og starf Jóns Sigurðssonar í máli og myndum. Það er gefið út í tilefni aldarártíðar hans 7. desember 1979 og er ætlað það hlutverk að vera alþýðlegt yfirlitsrit í hæfilega löngu máli fyrir alla þá, sem vilja fræðast um þennan fremsta son Íslands, leiðtoga íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu á liðinni öld.

Bókin hefur að geyma fjölbreytt myndaefni, sem varðar Jón forseta, sýnir samherja hans og aðra samferðamenn á lífsferli hans, auk mynda af umhverfi því, sem hann lifði og hrærðist í heima á Íslandi og í Kaupmanahöfn, þar sem hann átti heimili sitt í nær hálfa öld.

Með útgáfu þessa rits er freistað að fylla upp í skarð, sem of lengi hefur staðið opið, á þessum sögulega vettvangi.

Einar Laxness, höfundur þessa rits, er fæddur árið 1931, lauk cand. mag. prófi í sagnfræði við Háskóla Íslands 1959 og hefur verið sögukennari við Menntaskólann í Hamrahlíð frá 1966. Hann var kjörinn forseti Sögufélags 1978.