Höfundur
Unavailable
Útgefandi
Útgáfuár
Unavailable
ISBN
Unavailable
Blaðsíðufjöldi
Unavailable
Ritstjóri
Unavailable
Myndaritstjóri
Unavailable
Tegund
Unavailable

Íslandssaga til okkar daga

Ekki til á lager

Hér birtist öll Íslandssagan, frá því að land byggðist og fram á níunda áratug 20. aldar, á einni bók. Þetta er fyrsta rækilega útgáfan af sögu Íslands í einu bindi og fyrsta yfirlitsverkið um sögu Íslands sem nær til þess tíma er hún kemur út.

Í bókinni er fjallað um

  • upphaf Íslandsbyggðar og mótun þjóðfélags, goðaveldi og endalok þess
  • sögu ríkisvalds, atvinnuvega, verslunar, kirkju og menningar
  • Ísland í veldi Noregskonungs, síðar Danakonungs, siðaskipti, einokun og einveldi
  • þjóðernisvakningu, sjálfstæðisbaráttu og stjórnmálastarf
  • heimastjórn, fullveldi og lýðveldi
  • Ísland í tveimur heimsstyrjöldum, heimskreppu og köldu stríði
  • stjórnmál lýðveldisins, átök um hersetu og sigra í landhelgisdeilum

Myndirnar eru á þriðja hundrað talsins, bæði í svarthvítu og lit, en auk þess eru fjölmargar aðgengilegar skýringarmyndir og töflur. Þá fylgja bókinni ítarlegar skrár um úrslit kosninga, ríkisstjórnir, forseta og ýmsa embættismenn, sem gefa henni ótvírætt handbókargildi. Einnig eru í bókinni vandaðar rita-, nafna- og atriðisorðaskrár.

Höfundar bókarinnar eru Björn Þorsteinsson prófessor, en eftir hann liggja fjölmargar bækur, sem teljast í röð læsilegustu rita um sögu landsins, og Bergsteinn Jónsson prófessor, sem einnig er þekktur fyrir rit sín um sögu og einstaklinga.

Að bókinni hafa sagnfræðingar unnið með það í huga að gera hana aðgengilega og ómissandi öllum áhugamönnum um sögu lands og lýðs.

Íslandssaga til okkar daga hefur lengi verið uppseld hjá útgefanda en er aðgengileg öllum á bækur.is.

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.