Skip to content
Höfundur

Arnór Sigurjónsson

Útgáfuár

1973

Útgefandi

Sögufélag

Blaðsíðufjöldi

260

Frá árdögum íslenzkrar þjóðar

Arnór Sigurjónsson

Uppseld

Bók þessi fjallar um uppruna íslenzkrar þjóðar, gamalkunnugt efni, sem hér er tekið nokkrum öðrum tökum en venjulega. Fjölvís öldungur, áttræður höfundur hennar, er þess fullviss að hér varð ekki til í árdaga neitt fornminjasafn norðurgermanskra siða og samfélagshátta, heldur nýtt þjóðfélag, sem stóð rótum í fornum minnum og menningu og nýrri reynslu. Hingað fluttist um aldamótin 900 alls konar flóttafólk vestur-norskt og írskt að ætt, stært í harðræðum og ósigrum á umbrotamikilli byltingaöld.

Minningar um farinn veg og nýjar aðstæður urðu einkum til þess, að hér á landi óx úr grasi þjóð sérstæðra lífshátta, skipulags og menningar.

Arnór Sigurjónsson var fæddur á hátíðisdegi verkalýðsins norður á Sandi í Aðaldal 1893. Arnór fór jafnan sínar leiðir, treysti betur eigin ratvísi um slóðir lærdóms og þjóðmála en leiðsögn annarra. Hann er samtíðarmaður okkar úr fornöldinni, var hugmyndafræðingur ríkisstjórna á kreppuárum, höfundur hinnar frægu “Rauðku” eða Álits og tillagna milliþinganefndar í launamálum (1934) og fjölda annarra rita um íslenzk efnahagsmál gömul og ný. Hann var með þeim fyrstu sem ympraði á stofnun seðlabanka á Íslandi, samdi fyrstu Íslandssöguna, sem rekur sérstaklega atvinnuþróunina í landinu, og hefur sett saman bækur um Þorgils Gjallanda, Einari í Nesi, Ásverja, Bretland hið mikla og sandgræðslu á Íslandi, auk fjölda annarra rita og ritgerða.

Arnór hefur jafnan verið lítill aðdándi hefðbundinna skoðana, en glöggskyggn á ný sjónarmið og leiðir bæði í efnahagsmálum og íslenzkum fræðum.

UPPRUNI OG LANDNÁM

 1. Uppruni Íslendinga
 2. Víkingar
 3. Nokkur atriði út fornsögu Noregs
 4. Brot úr víkingasögu í samtíma skáldakvæðum
 5. Tímatal Ara fróða og upphaf víkingaferða
 6. Tölfræðilegt mat á líffræðilegu gildi frásagna Landnámu af ætt og þjóðerni landnemanna

BEINARANNSÓKNIR

 1. Þjórsdælir hinir fornu
 2. Bein Páls biskups Jónssonar
 3. Kumlafundur að Gilsárteigi í Eiðaþinghá
 4. Ákvæði kristinna laga þáttar um beinafærslu

ÚR ÍSLENZKRI MENNINGARSÖGU

 1. Lækningagyðjan Eir
 2. Nokkrir þættir úr menningu hins íslenzka þjóðfélags í heiðni
 3. Hugleiðingar um Eddukvæði
 4. Margrétar saga og ferill hennar á Íslandi
 5. Bjarni Pálsson og samtíð hans

VÖXTUR OG SÓTT

 1. Um líkamshæð Íslendinga og orsakir til breytinga á henni
 2. Þættir úr líffræði Íslendinga
 3. Bólusótt á Íslandi
 4. Pest á Íslandi
 5. Hungursóttir á Íslandi
 6. Líkamsvöxtur og lífsafkoma Íslendinga
 7. Fólksfjöldi á Íslandi í aldanna rás