Jón Steffensen
Jón Steffensen (1905-1911) var prófessor í líffærafræði og lífeðlisfræði við læknadeild Háskóla Íslands 1937-1972 og var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót af HÍ árið 1971 fyrir vísindarannsóknir. Rannsóknir Jóns voru fjölbreyttar og beindust að mannfræði, sagnfræði og læknisfræði. Bækur eftir höfund Menning og meinsemdir
Öræfahjörðin í enskum kynningarbæklingi Miðstöðvar íslenskra bókmennta
Öræfahjörðin: Saga hreindýra á Íslandi eftir Unni Birnu Karlsdóttur er í enskum kynningarbæklingi Miðstöðvar íslenskra bókmennta fyrir árið 2020. Bæklingurinn er notaður til þess að kynna erlendis það nýjasta í íslenskum bókmenntum. Þar að auki eru Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi I-II eftir Björk Ingimundardóttur í bæklingnum sem handhafi Viðurkenningar Hagþenkis 2020. Hér er hlekkur á bæklinginn.
Björn Þorsteinsson
Björn Þorsteinsson (1916-1986) var prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá HÍ árið 1947 og stundaði framhaldsnám í Lundúnum veturinn 1948-1949. Björn var atorkumikill í rannsóknum á verslunarsögu Íslands á síðmiðöldum og má í því samhengi nefna rit eins og Ensku öldina og Tíu þorskastríð. Á árunum 1965-1978 var Björn forseti Sögufélags […]
Guðni Th. Jóhannesson
Guðni Th. Jóhannesson (f. 1968) er forseti Íslands og prófessor (í leyfi) við Háskóla Íslands. Hann er með doktorspróf frá Queen Mary-háskóla í London (2003) og hafa rannsóknir hans aðallega beinst að stjórnmálasögu Íslands á 20. og 21 .öld. Guðni var forseti Sögufélags árin 2011-2015 og varamaður í stjórn 2015-2016. Árið 2016 kom bók hans, […]
Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir
Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir (f. 1968) er sagnfræðingur (MA) frá Háskóla Íslands og verkefnastjóri heimildaútgáfu hjá Þjóðskjalasafni Íslands. MA-ritgerð Jóhönnu fjallaði um viðreisn garðræktar á Íslandi á seinni hluta 18. aldar og hafa rannsóknir hennar einkum beinst að því tímabili. Hún er, ásamt Hrefnu Róbertsdóttur, ritstjóri ritraðarinnar Landsnefndin fyrri 1770-1771. Bækur eftir höfund Landsnefndin fyrri / Den […]
Hrefna Róbertsdóttir
Hrefna Róbertsdóttir (f. 1961) er doktor í sagnfræði frá Háskólanum í Lundi (2008). Doktorsritgerð Hrefnu fjallaði um efnahagsstefnu danskra stjórnvalda gagnvart Íslandi á 18. öld og hafa rannsóknir hennar einkum beinst að sögu Íslands á því tímabili. Hrefna var skipuð þjóðskjalavörður í mars 2019 og er hún fyrst kvenna til þess að gegna því starfi. […]
Anna Agnarsdóttir
Anna Agnarsdóttir (f. 1947) er prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hún er með doktorspróf frá London School of Economics (1989) og fjallaði doktorsritgerð hennar um samskipti Íslands og Bretlands á árunum 1800-1820. Anna sat í stjórn Sögufélags 1982-1992 og var forseti Sögufélags 2005-2011. Árið 2017 varð Anna heiðursfélagi í Sögufélagi og meðlimur í […]
Guðmundur Jónsson
Guðmundur Jónsson (f. 1955) er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann er með doktorspróf frá London School of Economics (1992) og hafa rannsóknir hans einkum legið á sviði félags- og hagsögu Íslands á 19. og 20. öld, en auk þess hefur hann rannsakað neyslu- og matarsögu síðari alda. Guðmundur sat í stjórn Sögufélags á […]
Óðinn Melsted
Óðinn Melsted (f. 1989) er sagnfræðingur (MA) frá Háskóla Íslands og stundar nú doktorsnám í orkusögu við Innsbruck-háskóla. Bókin Með nótur í farteskinu kom út í smáritaröð Sögufélags árið 2015, en hún er byggða MA-ritgerð Óðins sem fjallaði um erlenda tónlistarmenn á Íslandi á árunum 1930-1960. Bækur eftir höfund Með nótur í farteskinu. Erlendir tónlistarmenn á Íslandi […]
Jakob Benediktsson
Jakob Benediktsson (1907-1999) var fornfræðingur, forstöðumaður Orðabókar Háskólans, ritstjóri Tímarits Máls og menningar og meðritstjóri fyrir Íslands hönd að Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder. Hann var afkastamikill fræðimaður, vann mikið þýðingarstarf og gaf út fjölda grundvallarrita um sögu Íslands. Samhliða störfum sínum fyrir Orðabók Háskólans hélt Jakob úti þáttunum Íslenskt mál í Ríkisútvarpinu sem nutu mikilla […]