Í fjarska norðursins: Ísland og Grænland – Viðhorfasaga í þúsund ár. Höfundaspjall á fésbók.

Bókin Í fjarska norðursins: Ísland og Grænland – viðhorfasaga í þúsund ár eftir Sumarliða R. Ísleifsson er komin út hjá Sögufélagi og verður því fagnað miðvikudaginn 4. nóvember klukkan 17:00 með höfundaspjalli í Gunnarshúsi.
 
Í ljósi aðstæðna verður ekki hægt að hafa spjallið opið gestum heldur verður því streymt á fésbókarsíðu Sögufélags. Markús Þ. Þórhallsson, sagfræðingur og fréttamaður, ræðir við höfundinn Sumarliða og Margréti Tryggvadóttur, myndaritstjóra um þetta mikla verk.
 
Í fjarska norðursins er saga viðhorfa til Íslands og Grænlands frá miðöldum til samtímans. Báðar hafa þessar þjóðir verið framandi í augum annarra. Lengi voru ímyndir þeirra svipaðar en margt hefur líka greint á milli. Í bókinni er leitað svara við því hvers vegna íbúum þessara landa hefur ýmist verið lýst sem verstu villimönnum eða fyrirmyndarfólki. Af hverju hefur Íslandi og Grænlandi stundum verið lýst sem djöflaeyjum og stundum sem fjársjóðs- eða sælueyjum?