Þann 14. desember síðastliðinn var tilkynnt hvaða bækur bóksalar hefðu valið að verðlauna þetta árið. Gaman er að segja frá því að Farsótt eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur hafnaði í öðru sæti í flokki fræðibóka, handbóka og ævisagna.
Einnig er gaman að segja frá því að tveir af álitsgjöfum Fréttablaðsins nefndu Farsótt í grein um bestu bókakápur ársins 2022. “Einfalt, snyrtilegt og auðlæsilegt. Ég kann að meta það”, sagði Sunna Benediktsdóttir. Hönnun og umbrot bókarinnar sáu Arnar&Arnar um.