Tveir nýir heiðursfélagar

Á aðalfundi Sögufélags í febrúar var tilkynnt um tvo nýja heiðursfélaga: Helga Skúla Kjartansson og Helga Þorláksson. Helgi Skúli Kjartansson er prófessor emeritus í sagnfræði. Hann sat í stjórn Sögufélags 2011–2015 og var um árabil í ritnefnd Sögu. Hann var einnig fulltrúi Sögufélags í ritstjórn skjala landsnefndarinnar fyrri og líka fulltrúi félagsins í ritsjórn skjala […]

Hrafnkell Lárusson skrifar undir útgáfusamning við Sögufélag

Sögufélag hefur samið við Hrafnkel Lárusson um útgáfu bókar sem ber vinnuheitið „Lýðræði í mótun“ og byggir á doktorsritgerð hans frá 2021. Bókin tekur fyrir lýðræðisþróun á Íslandi á tímabilinu 1874–1915 og hvort – og þá hvaða – áhrif almenningur hafði á þá þróun. Áherslan í þeim efnum er á virkni og þátttöku almennings í […]