Aðalfundur Sögufélags 2023 verður haldinn þriðjudaginn 21. febrúar kl. 18 í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8.
Dagskrá
1. Skýrsla stjórnar
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar
3. Kjör stjórnar og annarra trúnaðarmanna
4. Önnur mál
Framboð til stjórnar skulu berast skrifstofu félagsins með sjö daga fyrirvara. Forseti skal kjörinn sérstaklega til tveggja ára í senn og má endurkjósa hann fjórum sinnum. Aðrir stjórnarmenn skulu kjörnir til eins árs í senn og mega þeir eigi sitja lengur en sex ár samfellt í stjórn.
Einnig verður tilkynnt um tvo nýja heiðursfélaga í Sögufélagi á fundinum.
Í framhaldi af aðalfundinum, kl. 19:30, verður höfundaspjall. Guðni Th. Jóhannesson höfundur Stund milli stríða. Saga landhelgismálsins, 1961-1971 ræðir bók sína og svarar spurningum.