Tilkynnt var þann 9. febrúar 2022 hvaða tíu bækur eru tilnefndar til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir útgáfuárið 2021. Tvær bækur sem tengjast Sögufélagi fengu tilnefniningu til verðlaunanna.
Már Jónsson (ritstjóri). Galdur og guðlast á 17. öld. Dómar og bréf I-II.
Umsögn dómnefndar:
„Rit sem opnar greiða leið að frumheimildum um galdramál og veitir jafnframt góða yfirsýn yfir framandlegt tímabil sögunnar.“
Kristjana Kristinsdóttir. Lénið Ísland. Valdsmenn á Bessastöðum og skjalasafn þeirra á 16. og 17. öld. (Útg. Þjóðskjalasafn Íslands).
Umsögn dómnefndar:
„Vandað og ítarlegt verk um stöðu Íslands sem léns í danska konungsríkinu, byggt á umfangsmikilli rannsókn á frumheimildum.“