Einar Laxness (1931-2016) var cand. mag. í sagnfræði frá Háskóla Íslands (1959). Hann kenndi í Menntaskólanum við Hamrahlíð 1966-1987 og var skjalavörður í Þjóðskjalasafni Íslands 1993-2001. Árin 1961-1988 sat Einar í stjórn Sögufélags, var forseti þess 1978-1988 og ritstýrði Sögu 1973-1978.