Öræfahjörðin hlýtur aðra tilnefningu!

Skammt er stórra högga á milli hjá Unni Birnu Karlsdóttur og Sögufélagi.  Skömmu eftir að ljóst varð um tilnefningu Öræfahjarðarinnar: Sögu hreindýra á Íslandi til Íslensku bókmenntaverðlaunanna var tilkynnt að hún ætti einnig möguleika á að fá Fjöruverðlaunin – bókmenntaverðlauna kvenna árið 2020. Þann 3. desember var tilkynnt við skemmtilega athöfn í Borgarbókasafninu í Grófinni […]

Öræfahjörð Unnar Birnu hlýtur tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Á fullveldisdaginn sjálfan 1. desember var tilkynnt hvaða höfundar og verk hlytu tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2019. Öræfahjörð Unnar Birnu Karlsdóttur var þar á meðal! Athöfnin sem var hátíðleg og nokkuð fjölmenn fór fram að Kjarvalsstöðum. Nú er tilnefnt í þremur flokkum; í flokki fræðirita og bóka almenns efnis, í flokki barna- og ungmennabóka […]

Sárasótt og skrælingjar – fjör á höfundakvöldi Sögufélags

nóvember 2019 Glatt var á hjalla og notaleg stemming í Gunnarshúsi á fjölmennu höfundakvöldi Sögufélags miðvikudagskvöldið 20. nóvember. Kynnir kvöldsins, Brynhildur Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri félagsins, reið á vaðið þegar hún sagði frá starfi félagsins á árinu, meðal annars í kynningar- og ímyndarmálum og greindi frá því að nýlega hefðu orðið til 102 (misalvarlegar) tillögur að nýju […]

Höfundakvöld hjá RSÍ 20. nóvember

Nóvember 2019 Þrjár nýjar fræðibækur og tvö bindi af tímaritinu Sögu komu út hjá Sögufélagi á árinu og verður útgáfan kynnt með léttu spjalli á höfundakvöldi í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, miðvikudaginn 20. nóvember kl. 19:30-21:30. Vaskur hópur viðmælenda mun ræða við höfunda og ritstjóra bókanna og spyrja þá spjörunum úr. Léttar veitingar og bækur seldar […]

Bókagjöf með inngöngutilboði í Sögufélag

Nú fer að styttast í að hausthefti Sögu komi út og því hefur Sögufélag ákveðið að bjóða upp á sérstakt inngöngutilboð fyrir nýja áskrifendur að Sögu.Í því felst að þeir sem gerast áskrifendur að Sögu, og þar af leiðandi meðlimir í Sögufélagi, fá fyrsta eintakið af Sögu frítt og býðst að eignast eina af eftifarandi […]

Nýr framkvæmdastjóri Sögufélags

Tímamót urðu í rekstri Sögufélags nú á dögunum þegar framkvæmdastjóri í fullu starfi var ráðinn til félagsins frá 1. nóvember næstkomandi. Brynhildur Ingvarsdóttir sagnfræðingur er nýr framkvæmdastjóri félagsins. Hún hefur áður starfað sem sviðstjóri miðlunarsviðs Þjóðminjasafns Íslands, framkvæmdastjóri hjá nýsköpunarfyrirtækjunum Marinox ehf. og ASA ehf., og markaðsstjóri hjá ORF líftækni. Brynhildur er með BA próf […]

Innbundið safn SÖGU gefið Sögufélgi

Nóvember 2019 Nú á dögunum barst Sögufélagi skemmtileg gjöf: safn tímaritsins Sögu 1949-1996 innbundið í fallegt leðurband. Safnið kemur úr dánarbúi Aðalsteins Davíðssonar íslenskufræðings (1938-2019). Aðalsteinn var m.a. lektor í íslensku við Háskólann í Helsinki, íslenskukennari í MS, málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins og vann við þýðingar. Aðalsteinn og kona hans, Bergljót Gyða Helgadóttir, lögðu mikla ást við bókband og […]