Þann 14. apríl var haldið útgáfuhóf í Gunnarshúsi í tilefni af útgáfu enskrar þýðingar á hinu klassíska riti Lofts Guttormssonar, Bernska, ungdómur og uppeldi á einveldisöld. Það kom fyrst út árið 1983 og var brautryðjendaverk á sviði lýðfræði og fjölskyldusögu á Íslandi. Loftur hafði sterk tengsl við Sögufélag og var forseti þess frá 2001 til 2005, en hann lést í desember á síðasta ári.
Það eru Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan sem standa að útgáfu bókarinnar á ensku. Þýðandi er Keneva Kunz og kallast bókin í hennar þýðingu Childhood, Youth and Upbringing in the Age of Absolutism.