águst 2016
Laugardaginn 13. maí síðastliðinn stóðu Sögufélag og Sagnfræðistofnun fyrir vel heppnuðu málþingi til heiðurs Önnu Agnarsdóttur í tilefni af sjötugsafmæli hennar, en Anna lætur nú af störfum sem prófessor í sagnfræði við skólann.
Anna Agnarsdóttir gegndi embætti forseta Sögufélags frá 2005 til 2011 – og varð þar með fyrsta konan til að gegna því embætti – en sat jafnframt í stjórn þess frá 1982 til 1991 og hefur sinnt ýmsum störfum við ritstjórn og útgáfu á vegum þess. Það var því við hæfi að Anna skyldi vera gerð heiðursfélagi Sögufélags við þetta tækifæri.
Myndina tók Kristinn Ingvarsson á afmælisþingi Önnu.