Út er komin bókin Auðnaróðal. Baráttan um Ísland 1096-1281 eftir Sverri Jakobsson. Á fáeinum áratugum tók íslenskt samfélag stakkaskiptum og varð eins og önnur evrópsk miðaldasamfélög. Valdabarátta höfðingja náði hámarki á árunum 1220–1264 sem hafa oft verið nefnd Sturlungaöld. Hér eru pólitísk átök þessara ófriðarára greind og sett í nýtt samhengi þar sem áhersla er lögð á hlutdeild fleiri en fáeinna höfðingja. Við sögu koma höfðingjar, húsfreyjur, vígamenn, frillur, fræðimenn, fróðleikskonur og flakkarar.
Auðnaróðal er aðgengilegt yfirlitsrit sem nýtist bæði háskólanemum og almennum lesendum. Þar birtist Íslandssagan í nýju og stundum óvæntu ljósi.