Hlustaðu á þína innri rödd: Kvennaframboð í Reykjavík og Kvennalisti 1982-1987

/

Sérframboð kvenna í upphafi níunda áratugar síðustu aldar mörkuðu tímamót í íslenskri stjórnmálasögu. Þau voru afsprengi samfélagslegra breytinga og óánægju fjölda kvenna sem taldi hin hefðbundnu stjórnmálaöfl hvorki hlusta á konur né vinna að hagsmunum þeirra eða samfélagslegum umbótum.

Í bókinni er fjallað um tilurð Kvennaframboðs í Reykjavík árið 1982 og Kvennalista 1983. Höfundurinn, Kristín Jónsdóttir, skoðar samfélagslegan og fræðilegan bakgrunn framboðanna, ræðir hugmyndafræði og stjórnmálastarf þeirra, viðbrögð við þeim og innri átökk. Þótt rannsókn Kristínar nái fyrst og fremst til ársins 1987, þegar Kvennalistinn stóð á hátindi ferils síns, ræðir hún í eftirmála þann hugmyndafræðilega ágreining sem kom upp undir lok níunda áratugarins og leiddi að lokum til þess að Kvennalistinn hætti stjórnmálastarfi.

Kristín Jónsdóttir lauk meistaraprófi í sagnfræði við Háskóla Íslands og byggist bókin á lokaritgerð hennar. Kristín var sjálf þáttakandi í kvennaframboðunum. Sýn hennar á viðfangsefnið er því í senn persónuleg og fræðileg.

Nánari upplýsingar :

Höfundur

Útgefandi

Blaðsíðufjöldi

Útgáfuár

ISBN

9979973935

Tegund , , ,

, , ,

Fjöldi :
Hlustaðu á þína innri rödd: Kvennaframboð í Reykjavík og Kvennalisti 1982-1987
BÓK
kr. 3900
Allar bækur Sögufélags fást með 15% afslætti á skrifstofu Sögufélags og í Bókabúð Forlagsins