Dalasýsla : sýslu- og sóknalýsingar

/

Sýslu- og sóknalýsingar Dalasýslu voru teknar saman að frumkvæði Jónasar Hallgrímssonar skálds og náttúrufræðings til undirbúnings að Íslandslýsingu sem aldrei varð að veruleika. Lýsingar Dalasýslu voru samdar á árunum 1839 til 1855.

Hér birtast í fyrsta sinn lýsingar úr hinni söguríku Dalasýslu, sem flestar voru skrifaðar af staðkunnugum mönnum, sýslumanni, prestum og hreppstjóra. Getið er t.d. um flestar jarðir, selfarir, alfaravegi, haustleitir, og fjölmörg örnefni eru tilgreind. Útgáfunni fylgja ítarlegar skýringar á mörgum efnisatriðum, t.d. tilvitnanir í fornrit, skjöl, þjóðsagnasöfn og ritgerðir; m.a. eru birt nokkuð áður óprentuð jarðaskjöl. Í skýringunum eru þannig tilvísanir til frekari fróðleiks. Myndir eru birtar af kirkjustöðum, þremur höfundum og tveimur kortum höfunda.

Enginn unnandi náttúru- og menningarsögu Íslands ætti að láta þessa bók fram hjá sér fara.

Nánari upplýsingar :

Útgefandi

ISBN

9979-9059-9-9

Blaðsíðufjöldi

Ritstjóri

Útgáfuár

Tegund , ,

, ,

Fjöldi :
Dalasýsla : sýslu- og sóknalýsingar
BÓK
kr. 3900
Tilboð
kr. 3315
Allar bækur Sögufélags fást með 15% afslætti á skrifstofu Sögufélags og í Bókabúð Forlagsins