Alþingisbækur Íslands

/

Alþingisbækur Íslands ( Acta comitiorum generalium Islandiæ). 17 b. Rv. 1912–1991. Viðamesta heimildaútgáfa sem Sögufélag hefur ráðist í og geymir gerðabækur Alþingis við Öxará frá 1570–1800. Fáanleg eru 11.-13. bindi og 15.–17. bindi.

Alþingisbækurnar eru gerðabók Alþingis við Öxará frá 1570 til 1800. Engar opinberar alþingisbækur voru haldnar fyrr en alþingisskrifari var skipaður 1593. Fyrir þann tíma létu lögmenn skrá gerðir þingsins í bækur sínar og eru elstu leifar þeirra frá því um 1570. Í alþingisbókunum eru skýrslur um þingstörf í báðum lögmannsdæmum, dómar, samþykktir þingsins, bænarskrár, konungsbréf, tilkynningar o.fl. Bækurnar voru afritaðar í mörgum eintökum og sendar sýslumönnum og fleirum sem þurftu á þeim að halda. Mikill hluti Alþingisbókanna er aðeins varðveittur í handritum. Einhverjar eyður eru í elsta hlutanum. Árni Magnússon lagði sérstaka áherslu á að ná saman Alþingisbókum, og mun hafa eignast fullkomið safn af þeim, en þær voru í þeim hluta Árnasafns sem brann 1728. Hluti Alþingisbókanna var prentaður, fyrst í Skálholti 1696 og 1697, síðar á Hólum í Hjaltadal (1704 og síðar, nokkrum sinnum féll útgáfan niður) og loks í Hrappsey 1773–1795 og í Leirárgörðum 1796–1800. Stundum eru prentuðu eintökin staðfest af alþingisskrifara.

Nánari upplýsingar :

Tegund , ,

, ,

Fjöldi :
Alþingisbækur Íslands
BÓK
kr. 3500

Alþingisbækur Íslands ( Acta comitiorum generalium Islandiæ). 17 b. Rv. 1912–1991. Fáanleg eru 11.-13. bindi og 15.–17. bindi.

Allar bækur Sögufélags fást með 15% afslætti á skrifstofu Sögufélags og í Bókabúð Forlagsins