9.900kr.
Í þessu fimmta bindi útgáfu dóma og skjala yfirréttarins birtast dómar áranna 1742–1746. Málin sem tekin voru fyrir í yfirréttinum varpa mörg ljósi á þekkt minni úr íslenskri söguvitund: Ólétt vinnukona var flutt hreppaflutningum yfir sýslumörk, kýr var tekin af fátækum eldri hjónum upp í skuld og alþýðumaður var dæmdur til dauða fyrir hórdómsbrot. Óvenjulegt verður þó að teljast að þetta var í annað sinn sem maðurinn hlaut dauðadóm. Einnig koma við sögu jarðarkaup og óvenju há skuld kirkjuhaldara sem reiknuð var út með styrk trigonometriæ og falsaðrar statútu, hjón rifu í hár sóknarprests síns og annar prestur sótti sýslumann til saka fyrir rógburð. Í fyrri hluta bindisins eru deilur um embættisverk sýslumannsins Bjarna Halldórssonar fyrirferðarmiklar. Þær leiddu til þess að hann missti embætti sitt um tíma og varpar útgáfan ljósi á aðdraganda þess. Alþingi styrkti útgáfuna.
Inngangur
Yfirréttarmál
– Anno 1742. Bjarni Halldórsson gegn Ormi Daðasyni, Skúla Magnússyni og Elínu Jónsdóttur. Skúli Magnússon gegn Bjarna Halldórssyni og Ormi Daðasyni. Hrakningsmál Elínar Jónsdóttur
– Anno 1743. Ormur Daðason gegn Sveini Sölvasyni, Ólafi Árnasyni og séra Markúsi Snæbjörnssyni. Sala á Sæbóli á Ingjaldssandi .
– Anno 1744. Bjarni Halldórsson gegn Ormi Daðasyni, Skúla Magnússyni og Jóhanni Gottrup. Kýrmálið á Tittlingastöðum
– Anno 1744. Þóroddur Þórðarson gegn Ormi Daðasyni, Skúla Magnússyni og séra Jóni Sigurðssyni. Hártogsmál
Þórodds Þórðarsonar
– Anno 1744. Sigurður Sigurðsson gegn Þórði Ólafssyni. Hórdómsmál Þórðar Ólafssonar
– Anno 1745. Bjarni Halldórsson gegn Sveini Sölvasyni, Grími Grímssyni og Jóhanni Gottrup. Sjálfdæmismál Bjarna Halldórssonar
– Anno 1746. Jóhann Gottrup gegn Sveini Sölvasyni, Bjarna Halldórssyni og Grími Grímssyni. Stefna í æruleysismáli Jóhanns Gottrups
– Anno 1746. Einar Magnússon gegn Sveini Sölvasyni, Guðmundi Sigurðssyni og Ólafi Brynjólfssyni. Rógburðarmál Einars Magnússonar
– Anno 1746. Þorkell Þórðarson og Magnús Þórðarson gegnSölva Tómassyni, Þórarni Jónssyni og Guðmundi Sigurðssyni. Trémál Magnúsar Þórðarsonar
– Anno 1746. Þorsteinn Pálsson gegn Ólafi Árnasyni, Erlendi Ólafssyni og Sveini Sölvasyni. Reikningamál StóraLaugardalskirkju
Íslenskt réttarfar. Meðferð dómsmála sem tengd voru yfirréttinum
– Anno 1740 og 1744. Hrakningsmál Elínar Jónsdóttur
– Anno 1740 og 1743. Kýrmálið á Tittlingastöðum
– Anno 1741–1745. Embættismissir Bjarna Halldórssonar
– Skrá yfir skjöl tengd málum Bjarna Halldórssonar sem ekki eru birt í þessari bók
– Anno 1739–1745. Hórdómsmál Þórðar Ólafssonar
– Anno 1742–1747. Rógburðarmál Einars Magnússonar
– Yfirréttur í Alþingisbókum og fleiri heimildum 1742–1746 622–623
Heimildaskrá og tilvitnuð rit
Orðalisti
Formáli að skrám
Mannanafnaskrá
Staðanafnaskrá
Atriðisorðaskrá
Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.