7.900kr.
Í þessu þriðja bindi útgáfu dóma og skjala yfirréttarins birtast dómar áranna 1716–1732. Mál sem komu fyrir dóminn voru margvísleg. Tvær konur voru sakaðar um að deyða börn sín í fæðingu og dæmdar til dauða. Sækja varð um náðun til konungs til að þyrma lífi þeirra. Snæbjörn Pálsson uppnefndi kaupmanninn í Dýrafirði Lúsa-Pétur sem dró mikinn dilk á eftir sér og deilur Odds Sigurðssonar lögmanns við aðra embættismenn héldu áfram en nú varð hann að láta í minni pokann. Auk þess birtast hér ásakanir um falskt þingsvitni og embættismissir sýslumanns, deilur um reka, þjófnaðarmál og drykkjulæti í kirkju. Yfirrétturinn á Íslandi var æðsta dómstig innanlands á tímabilinu 1563–1800. Alþingi styrkti útgáfuna.
Inngangur
Yfirréttarmál
– Anno 1718. Oddur Sigurðsson gegn Jóni Vídalín. Stefna vegna ógildingar á vitnisburðum um framferði biskups
– Anno 1719. Jóhann Gottrup gegn Páli Vídalín og Oddi Sigurðssyni. Stefna vegna réttarfarsbrots
– Anno 1722. Oddur Sigurðsson gegn Benedikt Þorsteinssyni, Niels Kier, Einari Hákonarsyni, Jóni Þorvarðarsyni og átta meðdómsmönnum. Þjófnaðarmál Einars Hákonarsonar
– Anno 1722–1725. Helga Skúladóttir gegn Páli Vídalín og Oddi Sigurðssyni. Dulsmál Helgu Skúladóttur
– Anno 1722. Oddur Sigurðsson gegn Páli Vídalín, Benedikt Þorsteinssyni, Niels Kier (vegna hans sjálfs og erfingja Jóns Sigurðssonar lögsagnara). Vangoldin lögsagnaralaun
– Anno 1724. Oddur Sigurðsson gegn Benedikt Þorsteinssyni, Jóhanni Gottrup, séra Jóni Jónssyni í Stafholti og Niels Kier. Bygging konungsjarðarinnar Hamars í Borgarhreppi 85–88
– Anno 1725. Oddur Sigurðsson gegn Benedikt Þorsteinssyni, Páli Vídalín og Bjarna Andréssyni. Hrossskinnslengjumál Bjarna Andréssonar
– Anno 1725. Jóhann Gottrup gegn Benedikt Þorsteinssyni, Ormi Daðasyni og Oddi Sigurðssyni. Ormur Daðason gegn Benedikt Þorsteinssyni, Jóhanni Gottrup og Oddi Sigurðssyni. Oddur Sigurðsson gegn Benedikt Þorsteinssyni, Jóhanni Gottrup og Ormi Daðasyni. Óánægja með aukalögþingsdóm
– Anno 1726. Bjarni Nikulásson gegn Páli Vídalín, Benedikt Þorsteinssyni, Jóni Ísleifssyni og Jóni O. Hjaltalín. Þingsvitnismál
– Anno 1727. Niels Kier, meðdómsmenn hans og séra Halldór Brynjólfsson vegna Þorgeirs Illugasonar gegn Páli Vídalín, Sigurði Sigurðssyni og Þorsteini Jónssyni. Þjófnaðarmál Þorsteins Jónssonar
– Anno 1728. Þórdís Markúsdóttir gegn Magnúsi Pálssyni Vídalín (sem lögerfingja Páls Vídalíns), Niels Kier og séra Bjarna Helgasyni. Stefna vegna kúgildaleigu Stóruvallakirkju
– Anno 1728. Bjarni Nikulásson gegn Niels Kier, Sigurði Stefánssyni, Erlendi Gunnarssyni, Vigfúsi Sigurðssyni og Þrúði Magnúsdóttur. Stefna vegna jarðabrigða
– Anno 1728. Snæbjörn Pálsson gegn Benedikt Þorsteinssyni, Ormi Daðasyni, Sigurði Sigurðssyni, Ólafi Jónssyni og Lífgjarni Jónssyni. Málastapp Snæbjörns Pálssonar og Orms Daðasonar
– Anno 1729. Bjarni Nikulásson gegn Niels Kier, Benedikt Þorsteinssyni, Jóni Ísleifssyni og Steingrími Þorsteinssyni. Jón Ísleifsson gegn Benedikt Þorsteinssyni, Niels Kier, Bjarna Nikulássyni og Steingrími Þorsteinssyni. Stefnur vegna falsks þingsvitnis og embættismissis
– Anno 1729. Nikulás Guðmundsson gegn Benedikt Þorsteinssyni, Niels Kier, Sigurði Jónssyni og átta meðdómsmönnum. Sigurður Jónsson gegn Jóni O. Hjaltalín og Nikulási Guðmundssyni. Stefnur vegna óvirðingar og sáttarrofs
– Anno 1729. Jón Hákonarson og Ólafur Ólafsson gegn Benedikt Þorsteinssyni, Niels Kier og Jóni Eiríkssyni. Rekamál Núpskirkju í Miðfirði
– Anno 1730. Jón Hákonarson og Ólafur Ólafsson gegn Benedikt Þorsteinssyni, Niels Kier, Jóni Eiríkssyni, Jóhanni Gottrup, Ormi Daðasyni og sex meðdómsmönnum. Rekamál Núpskirkju í Miðfirði
– Anno 1732. Dómsmenn í yfirrétti 1732
– Anno 1732. Jón O. Hjaltalín gegn Benedikt Þorsteinssyni, Sigurði Jónssyni og meðdómsmönnum, Þorkeli Jónssyni og Guðlaugu Ólafsdóttur. Dulsmál Guðlaugar og Þorkels
– Anno 1732. Nikulás Magnússon gegn Benedikt Þorsteinssyni, Markúsi Bergssyni og Jóni Jónssyni. Bætur vegna of harðs dóms
– Anno 1732. Bjarni Nikulásson gegn Jóni Ísleifssyni. Falskt þingsvitni og embættismissir
Íslenskt réttarfar. Meðferð dómsmála sem tengd eru yfirréttinum
– Anno 1722–1723. Skjöl í málum Snæbjörns Pálssonar
– Anno 1724–1725. Skjöl í þjófnaðarmáli Þorsteins Jónssonar
– Anno 1724–1731. Skjöl í málum Odds Sigurðssonar og Jóhanns Gottrups
Yfirréttur í Alþingisbókum og fleiri heimildum 1716–1732
Heimildaskrá og tilvitnuð rit
Orðalisti
Formáli að skrám
Mannanafnaskrá
Staðanafnaskrá
Atriðisorðaskrá
Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.