7.600kr.
Yfirrétturinn á Íslandi starfaði á árunum 1563–1800 og var æðsta dómsstig innanlands. Í þessu öðru bindi útgáfu dóma og skjala yfirréttarins birtast dómar áranna 1711–1715. Stór hluti skjalanna tengist rannsókn þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns á réttarfari á Íslandi. Í bindinu koma fyrir galdramál, meiðyrðamál, rekamál, deilt er um málsmeðferð, krafist embættismissis Páls Vídalíns, Oddur Sigurðsson varalögmaður er ákærður vegna framkomu hans við biskup í eftirlitsferð hans og dregnir fram athyglisverðir vitnisburðir um framferði Jóns Vídalíns Skálholtsbiskups á alþingi árið 1713. Mannanafna-, staðanafna- og atriðisorðaskrár. Alþingi styrkti útgáfuna.
Formáli
Inngangur
Yfirréttarmál
– Anno 1711. Prestastefna Skálholtsbiskupsdæmis
– Anno 1711. Sigurður Björnsson gegn Árna Magnússyni og
Páli Vídalín. Brennumál Ara Pálssonar, sifjaspellamál
Bjarna Böðvarssonar og Geirnýjar Guðmundsdóttur og
húðstrýkingarmál Magnúsar Benediktssonar
– Anno 1711. Beiðni um embættismissi Hákonar Hannessonar
– Anno 1713. Guðmundur Vest gegn Páli Vídalín. Dómur
um kver með óvenjulegum stöfum
– Anno 1713. Stefán Jónsson gegn Páli Vídalín. Dómur um
orðamál
– Anno 1713. Brynjólfur Thorlacius gegn Páli Vídalín og
Hákoni Hannessyni. Hákon Hannesson gegn Lauritz Gottrup,
Brynjólfi Thorlacius, Páli Vídalín, Hildibrandi Þorgrímssyni
og Ólafi Andréssyni. Málflutningsréttur – Orðamál
– Anno 1713. Vigfús Hannesson gegn Páli Vídalín og Magnúsi
Magnússyni. Alþingisdómur vegna meðferðar máls í
héraði
– Anno 1713. Brandur Bjarnhéðinsson gegn Páli Vídalín.
Alþingisdómur um tómlæti í lögsagnaraembætti
– Anno 1713. Jón Halldórsson gegn Páli Vídalín og Magnúsi
Magnússyni. Orðamál
– Anno 1713. Breiðabólstaðarkirkja í Vesturhópi gegn Lauritz
Gottrup. Reki á Sigríðarstaðasandi
– Anno 1713. Mótmæli Páls Vídalíns
– Anno 1713. Sigurður Sigurðsson gegn Páli Vídalín. Krafist
embættismissis Páls Vídalíns
– Anno 1713. Magnús Magnússon gegn Lauritz Gottrup.
Óánægja með dóm
– Anno 1714. Sigurður Björnsson gegn Árna Magnússyni og
Páli Vídalín. Dómar erindrekanna í málum Ara Pálssonar,
Geirnýjar Guðmundsdóttur og Bjarna Böðvarssonar og
Magnúsar Benediktssonar
– Anno 1714. Páll Vídalín gegn Lauritz Gottrup, Jóni Eyjólfssyni,
Sumarliða Klemenssyni og Jóni Vigfússyni. Dóm –
ur í máli Jóns Vigfússonar
– Anno 1714. Þórður Þórðarson gegn Lauritz Gottrup.
Ófræging Þórðar Þórðarsonar á alþingi 1713
– Anno 1714. Páll Torfason gegn Árna Magnússyni og Páli
Vídalín. Mál Geirnýjar Guðmundsdóttur og Bjarna Böðvarssonar
– Anno 1715. Jón Vídalín gegn Oddi Sigurðssyni og gagnsök.
Vitnisburðir um framferði Jóns Vídalíns á alþingi árið
1713
– Anno 1715. Oddur Sigurðsson gegn Jóni Vídalín, Þorleifi
Arasyni og Þorgils Sigurðssyni. Ákærur Jóns Vídalíns til
konungs á hendur Oddi Sigurðssyni
– Anno 1715. Jón Vídalín gegn Oddi Sigurðssyni. Framferði
Odds Sigurðssonar við biskupsvísitasíu á Narfeyri árið
1713
– Anno 1715. Jón Vídalín gegn Brynjólfi Thorlacius og gagn –
sök. Jón Vídalín gegn Lauritz Gottrup og Jóni Eyjólfssyni.
Samningsrof vegna Teigs- og Háfskirkna. Afgjald af jörð –
um til styrktar fátækum prestum. Alþingisdómur um sömu
mál og málefni Hlíðarendakirkju
– Anno 1715. Jón Vídalín gegn Sigurði Sigurðssyni og gagnsök.
Dómsbirting
– Anno 1715. Þórður Þórðarson gegn Oddi Sigurðssyni og
Jóni Eyjólfssyni. Þórður Þórðarson gegn Jóni Eyjólfssyni.
Þórður Þórðarson gegn Lauritz Gottrup. Þórður Þórðarson
gegn Jóni Eyjólfssyni. Undandráttur máls. Óvirðing. Stóryrði.
Vitnisburðir lesnir að málsaðila fjarstöddum
Íslenskt réttarfar. Meðferð dómsmála tengdum
yfirréttinum
– Anno 1711. Skjalasending Árna Magnússonar og Páls Vídalíns
– Anno 1713. Vigfús Hannesson gegn Páli Vídalín. Jón Halldórsson
gegn Magnúsi Magnússyni og Páli Vídalín. Ingimundur
Jónsson, ógilding vitnis
– Anno 1713–1714. Skjöl í málum Þórðar Þórðarsonar
Yfirréttur í Alþingisbókum og fleiri heimildum 1711–1715
Heimildaskrá og tilvitnuð rit
Orðalisti
Formáli að skrám
Mannanafnaskrá
Staðanafnaskrá
Atriðisorðaskrá
Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.