Höfundur
Unavailable
Útgefandi
Sögufélag
Útgáfuár
2021
ISBN
9789979876120
Blaðsíðufjöldi
694
Ritstjóri
Gísli Baldur Róbertsson og Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir
Myndaritstjóri
Unavailable
Tegund
Unavailable

Yfirrétturinn á Íslandi: Dómar og skjöl II. 1711‒1715

7.600kr.

Yfirrétturinn á Íslandi starfaði á árunum 1563–1800 og var æðsta dómsstig innanlands. Í þessu öðru bindi útgáfu dóma og skjala yfirréttarins birtast dómar áranna 1711–1715. Stór hluti skjalanna tengist rannsókn þeirra Árna Magnússonar og Páls Vídalíns á réttarfari á Íslandi. Í bindinu koma fyrir galdramál, meiðyrðamál, rekamál, deilt er um málsmeðferð, krafist embættismissis Páls Vídalíns, Oddur Sigurðsson varalögmaður er ákærður vegna framkomu hans við biskup í eftirlitsferð hans og dregnir fram athyglisverðir vitnisburðir um framferði Jóns Vídalíns Skálholtsbiskups á alþingi árið 1713. Mannanafna-, staðanafna- og atriðisorðaskrár. Alþingi styrkti útgáfuna.

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.