0kr.
Komu yfirráð Dana á Eyrarsundi í veg fyrir að Ísland yrði ensk nýlenda?
Urðu kvennamál Hinriks 8. Englandskonungs til þess að Íslendingum tókst að hrekja Englendinga úr bækistöðvum sínum hér á landi?
Taldi Jón Sigurðsson að erlendar bækistöðvar á Íslandi jafngiltu innlimun í erlent ríki?
Var það stefna Jóns Sigurðssonar að Ísland héldist sem sjálfstjórnarland innan danska ríkisins, en brytist “ekki úr fangi Danastjórnar”?
Töldu Englendingar fiskveiðihagsmunum sínum best borgið með því að Ísland yrði sjálfstætt ríki?
Eru smáríki hluti af valdakerfi stórvelda?
Þetta eru aðeins nokkur af þeim vandmálum, sem um er fjallað í þessu riti.
Um Íslandsmið hefur verið barist með misjafnlega löngum hvíldum í rúmlega 560 ár. Í baráttunni um miðin hefur oltið á ýmsu, eftir því sem stórveldi hafa hnigið og risið og mótað hafréttarreglur með hliðsjón af eigin hagsmunum. Þorskastríðin eru orðin 10, sem Íslendingar hafa ýmist háð einir eða ásamt Dönum og bandamönnum þeirra um fiskveiðiréttinn á Íslandsmiðum. Frá þessari aldalöngu og örlagaþrungnu baráttu er fyrst sagt í þessu riti.
Hér er dregið fram, hvernig atburðir á Íslandi voru oft nátengdir því helsta, sem var að gerast ytra á sama tíma.
Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.