0kr.
Fáir atburðir í stjórnmálasögu landsins á þessari öld hafa vakið meira umrót en þingrofið 14. apríl 1931. Þá hætti Alþýðuflokkur að veita ríkisstjórn Framsóknarflokks hlutleysi og náði samkomulagi við Sjálfstæðisflokk um breytingu á kjördæmaskipan, sem Framsóknarflokkur vildi ekki fallast á. Sjálfstæðisflokkur bar fram vantraust á stjórnina og Alþýðuflokkur lýsti stuðningi við það. Með samþykkt vantrauststillögunnar yrði stjórnin á fara frá. Þá gerðist það óvænt að Tryggvi Þórhallsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í upphafi þingfundar og las upp konungsbréf um þingrof. Mikil háreysti varð í salnum, þingmenn spruttu úr sætum, stór orð féllu og stjórnarandstæðingar töldu þingrofið stjórnarskrárbrot. Fundur í sameinuðu Alþingi skyldi hefjast kl. 1. Haraldur Matthíasson, höfundur bókarinnar og þáverandi ritari á Alþingi, kom inn nokkrum mínútum fyrr og settist í skrifarasætið.
Haraldur Matthíasson skrifar hér sögu Þingrofsmálsins 1931. Bókin er einstök heimild um þessa atburði, rituð af vandvirkum sjónarvotti.
Fáir atburðir í stjórnmálasögu landsins á þessari öld hafa vakið meira umrót en þingrofið 14. apríl 1931. Þá hætti Alþýðuflokkur að veita ríkisstjórn Framsóknarflokks hlutleysi og náði samkomulagi við Sjálfstæðisflokk um breytingu á kjördæmaskipan, sem Framsóknarflokkur vildi ekki fallast á. Sjálfstæðisflokkur bar fram vantraust á stjórnina og Alþýðuflokkur lýsti stuðningi við það. Með samþykkt vantrauststillögunnar yrði stjórnin á fara frá. Þá gerðist það óvænt að Tryggvi Þórhallsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í upphafi þingfundar og las upp konungsbréf um þingrof. Mikil háreysti varð í salnum, þingmenn spruttu úr sætum, stór orð féllu og stjórnarandstæðingar töldu þingrofið stjórnarskrárbrot. Fundur í sameinuðu Alþingi skyldi hefjast kl. 1. Haraldur Matthíasson, höfundur bókarinnar og þáverandi ritari á Alþingi, kom inn nokkrum mínútum fyrr og settist í skrifarasætið.
Haraldur Matthíasson skrifar hér sögu Þingrofsmálsins 1931. Bókin er einstök heimild um þessa atburði, rituð af vandvirkum sjónarvotti.
Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.