5.500kr.
Svo veistu að þú varst ekki hér: Hinsegin sagnfræði og hinsegin saga á Íslandi er fyrsta íslenska fræðiritið á sviði hinsegin sögu. Að því leyti má segja að þetta sé tímamótaverk í íslenskri sagnfræði sem getur stuðlað að mótun og miðlun dýrmætrar þekkingar til gagns bæði fyrir hinsegin lesendur og samfélagið allt.
Bókin inniheldur sex ritrýndar greinar sem eru fjölbreyttar að efni. Í þeim er fjallað um hinsegin sagnfræði sem fræðilega nálgun á söguna, þýðingar og viðtökur á ljóðum Saffóar á Íslandi, málaferlin gegn Guðmundi Sigurjónssyni sem var dæmdur í fangelsi fyrir „kynvillu“ árið 1924, orðræðu um „listakynvillinga“ á Laugavegi 11 og samkynhneigð sem birtingarmynd hins illa á sjötta áratugnum, sögu og hlutverk bókasafns Samtakanna ´78 og ímynd Íslands sem hinsegin paradísar. Ritstjórar greinasafnsins eru Ásta Kristín Benediktsdóttir, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir og Íris Ellenberger, en auk þeirra eiga greinar í bókinni Kristín Svava Tómasdóttir, Þorsteinn Vilhjálmsson og Þorvaldur Kristinsson.
Bókin var tilnefnd til Menningarverðlauna DV fyrir árið 2017.
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, “Forsenda fyrir betra lífi”? Tilraun til skilgreiningar á hinsegin sögu
Þorsteinn Vilhjálmsson, Gyðjunafn, skólastýra, vörumerki sjúkdóms. Saffó á Íslandi á 19. og 20. öld
Þorvaldur Kristinsson, Glæpurinn gegn náttúrulegu eðli. Réttvísin gegn Guðmundi Sigurjónssyni
Ásta Kristín Benediktsdóttir, “Sjoppa ein við Laugaveginn […] hefur fengið orð á sig sem stefnnumótsstaður kynvillinga”. Orðræða um illa kynvillinga og listamenn á sjötta áratug 20. aldar
Kristín Svava Tómasdóttir, “Sögur af mér – eða því sem ég gæti rðið.” Þekkingarmiðlun og sexúalpólitík á bókasafni Samtakanna ’78
Íris Ellenberger, Að flytja út mannréttindi. Hinsegin paradísin Ísland í ljósi samkynhneigðrar þjóðernishyggju og sögulegra orðræðna um fyrirmyndarsamfélög í norðri
“Hinsegin saga út úr skápnum”, viðtal við Ástu Kristínu Benediktsdóttur á Rás 1.
“Pervertar og piparjúnkur í Háskóla Íslands”, Stúdentablaðið
“People are hungry for more queer history”, Gayiceland.is
“Að hinsegja heiminn”, Hugrás.is
Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.