Höfundur
Guðni Th. Jóhannesson
Útgefandi
Sögufélag
Útgáfuár
2022
ISBN
9789935466334
Blaðsíðufjöldi
518
Ritstjóri
Gunnar Þór Bjarnason
Myndaritstjóri
Margrét Tryggvadóttir
Tegund
Unavailable

Stund milli stríða. Saga landhelgismálsins, 1961-1971

Guðni Th. Jóhannesson

9.400kr.

Félagaverð 7.520 kr.

Í bókinni er saga landhelgismálsins rakin, frá febrúar 1961 til sumarsins 1971. Saga landhelgismálsins er þjóðarsaga. Hún er saga baráttu um lífshagsmuni og þjóðarheiður. En það þýðir ekki að hún sé helgisaga þar sem halla skuli réttu máli, þegja yfir ágreiningi og ýkja einingu, gera okkur Íslendinga að handhöfum hins eina sanna málstaðar í baráttu við vonda útlendinga. Þannig saga væri háð en ekki lof. Hér er þessi saga rakin í máli og myndum. Höfundur segir frá litríkum köppum og æsilegum atburðum, bæði á sjó og landi. Jafnframt setur hann atburði og ákvarðanir í samhengi, dregur ályktanir en eftirlætur lesandanum líka að mynda sér eigin skoðanir.

Guðni Th. Jóhannesson hóf rannsóknir sínar á sögu landhelgismálsins og þorskastríðanna fyrir um aldarfjórðungi. Ritið er byggt á rannsóknum hans í fjölmörgum skjalasöfnum innanlands og utan, viðtölum og bréfaskriftum við aragrúa heimildarmanna.

Áskrift að Yfirrétti á Íslandi

Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.