Skip to content
Höfundur

Smári Geirsson

Útgefandi

Sögufélag

Blaðsíðufjöldi

586 bls.

Útgáfuár

2015

ISBN

9789935466044

Tegund

19.-21. öld, Hagsaga, Sagnfræði

Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915

Smári Geirsson

8.900kr. 7.120kr.

Í þessu mikla verki birtist í fyrsta sinn ítarleg rannsókn á hvalveiðum við Ísland síðan land byggðist uns þær voru bannaðar með lögum árið 1915. Gerð er grein fyrir veiðum Íslendinga en meginumfjöllunin er um hvalveiðar erlendra manna.

Þegar á 17. öld komu útlendingar upp hvalstöðvum í landinu en umsvif þeirra urðu mest á síðari hluta 19. aldar og í byrjun 20. aldar. Í bókinni er lögð áhersla að fjalla um daglegt líf fólksins á hvalstöðvunum og eins er ítarleg grein gerð fyrir afstöðu Íslendinga og stjórnvalda til veiðanna. Sagt er frá athyglisverðum tilraunaveiðum Bandaríkjamanna, Dana og Hollendinga við landið á árunum 1863-1872. Hvalstöð sem Bandaríkjamenn reistu á Vestdalseyri í Seyðisfirði eystra er án efa fyrsta vélvædda verksmiðjan á Íslandi og reyndar einnig fyrsta vélvædda hvalstöðin í veraldarsögunni. Mest fer þó fyrir Norðmönnum í þessari sögu. Á síðari hluta 19. aldar urðu Norðmenn forystuþjóð á sviði hvaleiða og árið 1883 hófst norska hvalveiðitímabilið á Íslandi. Þá urðu veiðarnar umfangsmestar við landið.

Bókina prýða um 470 myndir og kort sem gæða umfjöllunina lífi og hefur drjúgur hluti myndefninsins ekki komið fyrir sjónir Íslendinga fyrr.

Bókin Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915 eftir Smára Geirsson var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og til Viðurkenningar Hagþenkis árið 2015.

Formáli

 1. Mikilvægi hvals á fornum tímum
 2. Hvalveiðar í Arnarfirði og tilraunir Íslendinga á sviði hvalveiða á 19. öld
  • Hvalaskyttur við Arnarfjörð
  • Misheppnaðar tilraunir til að gera hvalveiðar að sjálfstæðri atvinnugrein
 3. Tegundir hvala sem koma við sögu
 4. Baskar voru frumkvöðlar – aðrar þjóðir fylgdu í kjölfarið
  • Veiðarnar í upphafi
  • Haldið á ný mið
  • Baskar á Íslandi
 5. Ný ríki taka forystu á sviði hvalveiða
  • Veiðarnar við Svalbarða
  • Hvalveiðar Ameríkana
 6. Ísland vettvangur tilraunaveiða Bandaríkjamanna, Dana og Hollendinga
  • Hvaleiðar Bandaríkjamanna undir forystu Thomas Welcome Roys og Gustavus Adolphus Lilliendahls
  • Otto Christian Hammer og veiðar Det danske Fiskeriselskab
  • Caspar Johsephus Bottemanne og hvaleiðar Nederlansche Walvischaart N.V. við Ísland
  • Athyglisvert tímabil í hvalveiðisögunni
 7. Svend Foyn – upphafsmaður nútíma hvalveiða
  • Svend Foyn frá Túnsbergi í Vestfold
  • Svend Foyn og hvalveiðarnar
 8. Norska hvalveiðitímabilið á Íslandi 1883-1915 – yfirlit
  • Hvalstöðvarnar
  • Hvalveiðibátar og flutningaskip
 9. Hvalstöðvar á Vestfjörðum á norska tímabilinu 1883-1915
  • Hvalstöðvarnar á Langeyri í Álftafirði
  • Hvalstöðin á Sólbakka í Önundarfirði
  • Hvalstöðin á Höfðaodda (Framnesi) í Dýrafirði
  • Hvalstöðin á Dvergasteinseyri í Álftafirði
  • Hvalstöðin á Meleyri í Veiðileysufirði
  • Hvalstöðin á Uppsalaeyri í Seyðisfirði
 10. Hvalstöðvar á Austfjörðum á norska tímabilinu 1883-1915
  • Hvalstöðin á Norðfirði
  • Hvalstöðin á Asknesi í Mjóafirði
  • Hvalstöðin á Sveinsstaðaeyri í Hellisfirði
  • Hvalstöðin í Hamarsvík í Mjóafirði
  • Hvalstöðin á Fögrueyri í Fáskrúðsfirði
  • Hvalstöðin á Svínaskálastekk við Eskifjörð
 11. Matföng sótt til hvalstöðvanna
  • Matarkistur á Vestfjörðum
  • Hvalurinn var einnig búbót fyrir austan
 12. Hvalaþjósur og skepnudauði
  • Alvarlegt fár í búpeningi
  • Leitað liðsinnis yfirvalda
 13. Velgjörðarmenn sinna samfélaga
  • Ellefsen þótti vera hinn mesti bjargvættur
  • Norskir veiðistjórar fetuðu í fótsport Ellefsens
 14. Veikindi og slysfarir
  • Veikindi á hvalstöðvunum
  • Slysfarir hjá hvalveiðimönnum
 15. Vélsmiðjur hvalstöðvanna og mikilvægi þeirra fyrir íslenskt samfélag
  • Hjörtu hvalstöðvanna
  • Ýmsir lærðir meðferð véla á verkstæðum hvalstöðvanna
 16. Þættir um daglegt líf hvalveiðifólksins á Íslandi
  • Gestkvæmt á hvalstöðvunum
  • Hvalveiðibátarnir notaðir til fólksflutninga
  • Búrekstur á hvalstöðvunum og viðskipti við nágrannabændur
  • Guðsþjónustur og trúarsamkomur
  • Skemmtanir og frístundir
  • Rottuplágan á stöðvunum eystra
  • Baráttan við Bakkus
  • Almennt góð samskipti, ástir og hjónabönd
  • Mikilvægar heimildir um daglegt líf erlends hvalveiðifólks á Íslandi
 17. Efnahagslegt mikilvæg hvalveiðanna fyrir landssjóð og sveitarfélög
  • Landssjóður og hvalveiðarnar
  • Sveitarsjóðirnir og hvalveiðarnar
 18. Hvalrekstrarkenningin og deilur um hana
  • Afstaða til hvalveiða á fyrstu árum hins norska hvalveiðitímabils
  • Háværar deilur á árunum 1898-1899
  • Áberandi og harðar deilur á árunum 1902-1903
  • Enn hefjast deilur á árinu 1907
 19. Afstaða stjórnvalda til hvalveiða á norska hvalveiðitímabilinu og lög um hvalveiðibann
  • Frumvarp um friðun hvala samþykkt árið 1883 en synjað staðfestingar
  • Stjórnin kemur til móts við kröfur sjómanna
  • Friðunartími færður fram með lögum árið 1891
  • Allir hvalir, nema smáhvalir og tannhvalir, friðaðir innan landhelgi árið 1903
  • Frumvarp um að undanskilja frá hvalveiðibanninu þær hvalstöðvar sem þegar störfuðu
  • Frumvarp um að hvalveiðibannið skyldi ekki taka til hvalstöðvarinnar í Hesteyrarfirði
  • Síðasta hvalstöðin á norska hvalveiðitímabilinu hættir störfum
  • Og sagan sigldi áfram sína leið
 20. Bókarauki: Íslendingar við hvalveiðistörf á suðurhveli jarðar
  • Kerguelen-eyjar
  • Suður-Georgía
  • Suður-Afríka
  • Brasilía

Smári Geirsson (f. 1951) stundaði nám í þjóðfélagsfræðum við Háskóla Íslands og lauk B.A. prófi 1976. Síðan lá leiðin í Háskólann í Björgvin í Noregi þar sem hann nam stjórnsýslufræði og lauk prófi 1971. Námi í uppeldis- og kennslufræðum við Háskóla Íslands lauk hann 1980.

Smári hefur fengist við kennslu og ritstörf og var skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað 1983-1987. Þá átti hann sæti í bæjarstjórn Neskaupstaðar og síðar Fjarðarbyggðar í 28 ár. Smári hefur samið bækur og fjölda greina um austfirska sögu.

Smári Geirsson

„Fyrsta vélvædda stóriðjan“:

https://www.dv.is/frettir/skrytid/annad-skrytid/2018/03/10/hvalveidar-islandi-fyrsta-velvaedda-storidjan/

Umfjöllun í Kiljunni:

https://www.ruv.is/media/storhvalaveidar-vid-island-til-1915

„Getum lært margt af sögunni“ – viðtal í Fréttatímanum:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6391600

„Lífið í þýskri hvalstöð í Fáskrúðsfirði“:

https://www.fiskifrettir.is/frettir/lifid-i-thyskri-hvalstod-faskrudsfirdi/143745/

Viðtal við Smára Geirsson í Morgunblaðinu:

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1571016/

Tengdar bækur