8.900kr.
Samfélag eftir máli fjallar um skipulag borgar, bæja og þorpa á Íslandi á 20. öldinni. Í aðra röndina er rakin saga skipulagsgerðar og þéttbýlis og í hina hugmyndasaga skipulagsfræðanna og módernismans. Sjónum er einkum beint að mótun borgarskipulags í höfuðstað landsins en einnig að viðleitni ríkisvaldsins til að koma skipulagi á smærri bæi og þorp landsins.
Þetta er saga átaka og hugsjóna, saga hugmynda og nýrra strauma, en fyrst og fremst saga þjóðar á miklum umbrotatímum. Skipulag byggðar og mótun umhverfis eru eitt af mikilvægustu málefnum samtímans.
Sagan snertir á mörgum helstu álitamálum nútímasamfélaga, hvort sem litið er til húsnæðismála, samgöngumála, lýðsheilsumála eða umhverfismála. Þetta er yfirgripsmikið sagnfræðirit, með gagnrýnum undirtóni, sem byggir á áralangri rannsókn og víðtækri reynslu Haraldar af skipulagsmálum.
Bókina prýðir fjöldi mynda og uppdrátta og er hún mikill fengur fyrir alla þá fjölmörgu sem láta skipulagsmál og mótun umhverfis sig varða.
SAMFÉLAG EFTIR MÁLI
Að hafa vit fyrir fólki
Við mótum byggðina og byggðin mótar okkur
Smábærinn og borgin
Tveir vendipunktar, 1916 og 1966
Og einn alþjóðlegur vendipunktur, 1961
Uppbygging bókarinnar
BORG 19. ALDAR OG TILURÐ SKIPULAGSFRÆÐANNA
Að byrja með autt blað
Betra skipulag, betra samfélag, betra fólk?
Hin nýja borg 19. aldar og myndin af svartnætti fátæktarhverfanna
Húsnæðismál alþýðunnar og viðleitni borgaryfirvalda til umbóta
Útópíur og fyrirmyndarbæir
Stóra málamiðlunin. Garðborg Ebenezer Howard
Hin tilkomumikla nútímaborg og áhrif nýrrar samgöngutækni
Hin „náttúrulegu“ heimkynni mannsins
Fyrirbærið borgin og margbreytileiki þéttbýlisins
LANGUR AÐDRAGANDI AÐ MYNDUN BÆJA Á ÍSLANDI
Ísland situr eftir?
Staðnað bændasamfélag í tíu aldir?
Þéttbýli verbúðanna
Veikar forsendur verslunar og bæjarmyndunar
Stofnun bæja, forsenda framfara?
Upphaf Reykjavíkur og kaupstaðartilskipunin 1786
Raddir hins siðsama bændasamfélags
Örlar á breyttum samfélagsháttum
Losun vistarbandsins
Loks ör þéttbýlismyndun
Vísir að bæjum og fyrstu skipulagsákvæðin
ÍSLENSKT ÞÉTTBÝLI Í BRYJUN 20. ALDAR
Þéttbýli á bernskuskeiði
Nærmynd af smábæ og framfaraviðleitni „betri“ borgaranna
UPPHAF FAGLEGRA VINNUBRAGÐA OG LÖGBINDING BÆJARSKIPULAGSINS
KRAFAN UM HEILSUSAMLEGT OG VARNALEGT HÚSNÆÐI
„Húsbótarmálið“
Húsnæðismálin verða til
Heilsusamleg híbýli og hið rétta byggingarefni
Fjölbýlishúsið og máttur félagslegrar samstöðu
Skipulag íslenskra bæja og hin alþjóðlegu skipulagsfræði
Fagmenn eða ekki fagmenn
Ákall um þéttingu byggðar og endurbætt byggingarsamþykkt í Reykjavík
Landslög um byggingarsamþykktir 1905 og fyrstu skipulagsuppdrættir
Bæjarfyrirkomulag Guðjóns Samúelssonar
Skipulagsfræði Guðmundar Hannessonar
Frumvarp til laga um skipulag kauptúna og sjávarþorpa árið 1917
Skipulagslögin 1921
Skipulagsnefnd kauptúna og sjávarþorpa hefur störf árið 1921
Metnaðarfullar tillögur að bæjarskipulagi 1924 til 1938
Mótun tillagna og samskipti við heimamenn
Hæðir húsa í miðbæjum
Húsaskipan og afstaðan til götunnar
Niðurhólfun byggðarinnar eftir starfsemi
Var ríkjandi byggðamynstri fórnað?
Afdrif tillagna og arfleifð Guðmundar og Guðjóns
embætti skipulagsstjóra ríkisins stofnað og viðleitni til að skipuleggja smábæi 1938 til 1964
Lagabreytingin 1938 og sérstaða Reykjavíkur
Deilt um skipan skipulagsnefndar ríkisins
Aukið vald skipulagsnefndar
Skipulagsskyldan útvíkkuð
Hörður Bjarnason ráðinn og Guðmundur Hannesson hverfur á braut
Embætti skipulagsstjóra ríkisins verður til
Vandinn við að fylgja skipulagi smærri bæja eftir
Bæjarskipulag unnið á Teiknistofu skipulagsins 1938 til 1964
Tengsl við gróður jarðar og verndarsjónarmið
Skipulag Höfðakaupstaðar 1946
Bæir sem ekki urðu eða skipulagsáætlun sem ekki var fylgt eftir
BÆRINN INNAN OG UTAN HRINGBRAUTAR
Þétt og blönduð byggð og fjölbreytt samfélag
Bútasaumur Knud Zimsens
Hljómskálagarðurinn
Landspítalinn og Háskóli Íslands
Reykjavíkurhöfn, Hringbraut og járnbrautarstöð
Hefðir um bæjargerð
Bær andstæðna
Skipulagið 1927. Draumsýn um menningarlegan höfuðstað
Mótun skipulags innan Hringbrautar 1924 til 1927
Skipulaga hverfa í Vestur- og Austurbæ
Endurreisn miðbæjarins
Tregða til að afgreiða skipulagið
Stenst skipulagið innan Hringbrautar tímans tönn?
Hin móderníska og „vísindalega“skipulagssýn
Opnari, gisnari og einsleitari byggð utan hringbrautar
Nútíminn knýr dyra
Bærinn tekur skipulagið í sínar hendur
Einar Sveinsson hefur störf
Heildarskipulag utan Hringbrautar í mótun
Gagnrýni arkitekta
Endanleg drög að heildarskipulagi árið 1938
Skipulag Reykjavíkur færist á ný til ríkisins
Flugvöllur festur í sessi í Vatnsmýri árið 1940
Tillaga að heildarskipulagi utan Hringbrautar árið 1944
Sátt um stofnun nýrrar samvinnunefndar
Nútímalegri skipulagsgerð í deiglunni
Fagleg nálgun í heildarskipulagi Reykjavíkur árið 1948
Allsherjar endurskipulagning miðbæjarins
Stórhuga tillögur að miðbæjarskipulagi og ágreiningur milli borgar og ríkis
Raunhæfari nálgun á eftirstríðsárunum?
Blaðið er ekki lengur autt
ÚTÞENSLA BYGGÐAR OG ÚTÞYNNING BORGARSAMFÉLAGS?
Hið þaulskipulagða íbúðarhverfi eftirstríðsáranna
Að mæta þörfinni fyrir húsnæði á hagkvæman hátt
Hvernig er Reykvíkingum eðlilegt að búa?
Skipulag nýrra íbúðarhverfa 1934 til 1955
Sérhannað íbúðarhverfi í Norðurmýrinni
Hugað að uppbyggingu í fleiri hverfum handan Hringbrautar
Verkamannabústaðir rísa í Rauðarárholti á methraða
Smáhús eða fjölbýli á tímum efnahagsþrenginga?
Smáíbúðir í Sogamýri og á Bústaðahálsi
Nýmæli í skipulagi Smáíbúðahverfisins
Auknar efasemdir um smáhúsastefnuna
Stærri húsnæðislausnir í batnandi árferði
Margræð vensl byggðar og samgangna
Einkabíllinn haslar sér völl í Reykjavík
„Umferðaröngþveiti“ í miðbænum og breikkun gatna
Hönnun nútíma hraðbrauta
Hinn eini rétti ferðamáti
Markmið um breyttar ferðavenjur með öfugum formerkjum
Bætt umferðarmenning og skilvirkari bílaumferð
„Næg bílastæði“
Umferðarverkfræðin og „helstefnulögmál reiknistokksins“
Heildarskipulag í mótun 1957 og framtíð flugvallar í deiglunni
„Hrein torg, fögur borg“
Hámódernískar „hreingerningar“ í miðborginni
Hinn sjálfstæði borgarhluti í Háaleitinu og stöðlun hversdagslífsins
Jane Jacobs. Manneskjulegri og kvenlægari raddir vakna
AÐALSKIPULAGIÐ 1962–83 OG GRUNDVÖLLUR AÐ REYKJAVÍK SAMTÍMANS
Gullöld hinna stóru áætlana og upphafið að endalokum þeirra?
Þörf á heildarskipulagningu ört vaxandi borgarsvæðis
Tilurð höfuðborgarsvæðis
Svæðisskipulag undirbúið og stofnun samvinnunefndar
Hugmyndasamkeppni um skipulag í Fossvogsdal og á flugvallarsvæðinu
Mótun og staðfesting Aðalskipulags Reykjavíkur 1962–83
„Að komast leiðar sinnar af eigin rammleik“
„Hrein íbúðarhverfi“
Meira en „tilbreytingarlítil svefnhverfi“?
Heimilið á tímum fjöldaframleiðslunnar
Gamall og nýr miðbær
Grundvöllur að Reykjavík nútímans?
Efasemdir um nútímann
Er til ein rétt uppskrift að skipulagi þéttbýlis?
Þróun þéttbýlis í stórum heimi
Þverstæður fræðanna
Haraldur Sigurðsson (f. 1965) hefur starfað í hringiðu skipulagsmála á Íslandi á undanförnum 30 árum, einkum hjá Reykjavíkurborg. Haraldur var m.a. verkefnisstjóri og aðalráðgjafi við gerð Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030 sem kom út hjá Crymogeu árið 2014 og stýrði enn fremur gerð Aðalskipulags Reykjavíkur 2040 sem lokið var við árið 2022. Jafnhliða störfum fyrir opinbera aðila hefur hann unnið að rannsóknum á þróun og sögu bæjarskipulags á Íslandi og starfaði meðal annars um tíma á Borgarfræðisetri Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar. Haraldur er með próf í land- og sagnfræði (Bsc. og Ba) frá Háskóla Íslands og meistarapróf (Msc.) í skipulagsfræðum frá Toronto-háskóla í Kanada.
Hægt er að skrá sig í áskrift á öllum tíu bindunum sem væntanleg eru á næstu árum. Áskrifendur fá 30% afslátt á bókunum, kröfu í heimabanka og bækurnar sendar heim strax við útkomu þeirra.